Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 27
var hinumegin við höfðann. Þannig að ströndin þar sást ekki frá aðalhöfninni. Það var smá krókur frá aðalsiglingaleið- inni að vikinni og þó vikið væri af leið til að fara að víkinni sást það ekki frá höfn- inni. Það var svo að samkomulagi að ég legði af stað með skipið og legðist svo í víkina til að sækja skipper. Hann var þá stund- um svo syfjaður og þreyttur að við lágum þarna upp í einn og hálfan sólarhring. Eða þá að honum datt í hug að „hans menn“ þyrftu smá upplyftingu á dansstað þarna í víkinni. Þegar við komum svo aftur settum við hann í land áður en við komum á rétta legu. Þessar „smátafir" stöfuðu á papp- írunum af veðrinu. Stundum eftir fastan svefn skippers var ég hræddur um að dagbækurnar yrðu tortryggilegar í augum Lórí, að ég tali nú ekki um umboðsmanna SÞ á Kanarí. Einu sinni skall hurð nærri hælum. Við höfð- um (að sögn) verið i 8 og 9 vindstigum alla leiðina til Kanarí en þá lagðist gamall úrsérgenginn dallur að bryggju rétt á eftir okkur. Sá var með kraftbómu og sigldi sömu leið og við, hlaðinn ónýtum skrið- drekum. Um þetta höfðum við enga hug- mynd. Svo fór skipperinn á dallinum að tala um hvað þeir hefðu verið stálheppnir með veðrið. Okkar skipper var ekki lengi að útskýra þennan mismun á veðrinu yfir góðu viskíglasi. í fyrsta lagi hafði GPSinn bilað og í öðru lagi hafði vantað vökva á gíró- inn okkar. Fyrir vikið lentum við miklu sunnar og þar hafði veðrið verið afspyrnu vont. SÞ borgaði svo tilbúna viðgerð á GPSinum og gírónum eftir að viðgerð- armanni hafði verið mútað með tveimur viskíflöskum. Blökkukona í góðum holdum Þegar við komum á leguna var ég vanur að fara í land með alla pappira til tollafgreiðslu og þessháttar og afhenda þá Lórí til eftirlits. Tollararnir voru leystir út með góðum gjöfum og veltu ekkert fyrir sér hvað skipperinn væri. Þeir vissu sem var að hann var í góðum höndum. Þeir voru líka mjög hjálpsamir við útskýr- ingar á skýrslum um það sem „féll“ í sjóinn þegar verið var að losa en það var töluvert enda mikill „súgur“ í höfninni. Það sem „féll“ lenti svo í höndum ýmissa góðvina skippers og herforingjanna og tollaranna. Það var furðulegl hvað við misstum mikið af dýrustu matvælunum í sjóinn. Stundum komu herforingjar, mismunandi háttsettir, til að fá eitthvað af því sem féll eða eyðilagðist. Ég og skipper höfðum talað okkur saman um að ég afhenti aldrei neitt nema með hans vitneskju svo að ekkert færist á mis milli okkar og að hann samþykkti Afrísk börn að kik. H © Viðskiptahúsið Jóhann Ólafsson Löggiltur FSS 6SM 863 6323 johann@vidskiptahusid. is Þórir Matthíasson Deildarstjóri GSM 691 4005 tm@vidskiptahusid.is Snæbjörn Ólafsson Sölumaður GSM 894 0361 snae@vidskiptahusid.is Sjávarútvegssvið Ráðgjöf og umsjón með kaupum og sölu á fyrirtækjum í sjávarútvegi. Skipasala og bátasala - innlend sem erlend. Miðlun aflahlutdeilda og aflamarks. Áratuga þekking og reynsla. Velkomin í viðskipti Unnpór Halldórsson Sölumaður GSM 898 0826 unnthor@vidskiptahusid.is Vilhjálmur Ólafsson Sölumaður GSM861 0110 villo@vidskiptahusid.is Skúlagötu 1 • 101 Reykjavík • Simi: 566 8800 • 566 8802 • E-mail: vidskiptahusid@vidskiptahusid.is • www.vidskiptahusid.is Sjómannablaðið Víkingur - 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.