Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 32
Ragnar Hólm Ragnarsson kjánar? borgar ekki offjár fyrir að standa við ein- hverja sprænu úti í sveil og sveifla þar prikinu sínu ótt og titt í sunnanblænum. - Pú ert alltaf að veiða, er það ekki? spurði félaginn. - Jújú, svona svona, svaraði ég og vildi ekki gera of mikið úr því. - Búinn að kaupa mikið af leyfum fyrir næsta sumar? - Nei, svo sem ekki, svaraði ég. - Þú ferð samt eitthvað, er það ekki? - Jújú, svona svona, svaraði ég aftur og þá brosti vinnufélaginn yfirlætislega, ýtti kaffibollanum sínum lil hliðar, hallaði sér fram á borðið og horfði beint í augu mín. Síðan hófst prédikunin um heimsku veiðimanna. Hann sagðist hafa heyrt það um dag- inn, að eftir þriggja daga ferð í eina bestu laxveiðiá Norðurlands sumarið 2006, hefðu tveir félagar sem voru saman um stöng, reiknað til gamans út kílóverðið á laxinum eftir túrinn. Það varð grátt gaman því í ljós kom að kílóverðið fyrir smálaxana þrjá sem þeir fengu var 43.299 kr. Dýr myndi Hafliði allur! - Veistu hvað kílóið af laxi kostar í Hagkaup? spurði félaginn. - Já, svona hér um bil, svaraði ég. - Hér um bil? hváði félaginn. - Nei, ekkert hér um bil, því það kostar nákvæmlega 1.489 krónur. Og ég roðnaði niður i tær fyrir hönd laxveiðimanna. - Það er náttúrlega ekki i lagi með Fjármál veiðanna Auðvitað liggur þetta í augum uppi en þetta með peningana fór þó að leita all- harkalega á huga minn um daginn þegar ég sat á kaffihúsi og var að ræða lífið og tilveruna við vinnufélaga minn. Dæmigert flugubox silungsveiðimannsins. Þarna má sjá Jiugur á borð við Pheasant Tail, Silfur perluna, Krókinn og Mýslu. Eru veiðimenn Guðrún Ásta Þrastardóttir með fallegan urriða af Skagaheiði þar sem má veiða allan sólarhringinn í ótal vötnumfyrir lítiðfé. Lífið gengur út á það að velja og hafna þeim kostum sem standa til boða. Við veljum okkur starfssvið, braut i gegnum lífið, og úlilokum þar með ýmsa aðra möguleika. Við ákveðum að gifta okkur með öllum þeim kostum og göllum sem hjónabandið hefur, eða við ákveðum að vera einhleyp með öllum þeim kostum og göllum sem það hefur. Við verðum alltaf að velja á milli. Maður getur ekki bæði átt kökuna og étið hana, eins og enskir segja. Það krefst að minnsta kosti mikillar útsjónarsemi og óheiðarleika að ætla sér að vera bæði giftur og einhleypur á sama tíma, svo dæmi sé nefnt. Á sama hátt þurfum við líka oft og tiðum að velja hvað við ætlum að gera við þann tima sem við höfum til tóm- stunda og einnig þá peninga sem við hugsanlega eigum aflögu. Ef þú átt hálfa milljón aflögu og ákveður að eyða allri fúlgunni í að kaupa til dæmis laxveiði- leyfi, þá er líklega útséð um að þú komist með fjölskylduna á sólarströnd það sum- arið. Hann er þessi týpa sem er með allt sitt á hreinu, eyðir aldrei peningum í vitleysu, er fastheldinn á aurana sína og hefur aldrei á ævinni gert nokkuð sem gæti talist ópraktískt en um leið ef til vill dálítið spennandi og skemmtilegt. Hann 32 - Sjómannablaðið Víkingui

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.