Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Page 20
dýptarlínu á Grjóthryggnum, er um 3 sjómilur á breidd. Til samanburðar er fjarlægðin á Eyjasundi frá Elliðaey að 20 m dýpislínu út af Bakkafjöru um 3 sjómílur en dýpi í Húllinu á Rastarhrygg, sem nær rúmar 5 sjómílur til suðvesturs frá Reykjanestd, er alls staðar innan við 100 metrar, víðast hvar 80 og 82 metrar. Fjarlægð á milli stands í Húllinu sem nefnist Kletturinn (á 10,2 m dýpi) og Reykjanestáar þar sem eru þverhníptir hraunhamrar er 4,9 sjómílur. í Leiðsögubókinni, útg. 1991, segir m.a. um siglingu i gegnum Húllið: „Sé veður slœmt erfarið í um 2,5 sjóm. fjar- lœgðfrá Reykjanesi....„í um 5 sjóm.fjar- lœgðfrá Hafnarbergi"...,í a.m.k. 3 sjóm. fjarlœgð frá Garðskaga“.... „1 miklum haf- áttum ber að varast grunnin Vestrahraun og Syðrahraun því á þeim getur brotið.“ Tveir reyndir skipstjórar í Keflavík, þeir Oddur Sæmundsson og Óskar Þórhallsson, töldu „fyrirhuga Djúpleið bestu og um leið einu siglingaleiðina yfir Reykjaneshrygg utanverðan bœði vegna dýpis og vegna þess hve straumar eru minni þar en í Húllinu.“ Sigurður Steindórsson skipstjóri á Ottó N. Þorlákssyni, áður stýrimaður og afleys- ingaskipstjóri á Bjarna Benediktssyni og með 20 ára reynslu af veiðum á Reykjaneshrygg tók í sama streng, þ.e. hann taldi „fyrirhugaða Djúpleið einu sigl- ingaleiðina yfir utanverðan Reykjaneshiygg ogjafnframt bestu siglingaleiðina yfir hrygg- inn að Húllinu meðtöldu.“ Mengunarslys í nágrannalöndum í ljósi ummæla reyndra sjómanna, mik- illar mengunar og milljarða tjóns hér í næstu nágrannalöndum vegna stranda oliuflutningaskipa eru flestir því sammála að brýnt sé að beina siglingum skipa með olíu og annan hættulegan farm utar og lengra frá ströndinni. Stærsti hagsmunaaðili í þessu máli öllu saman er íslenska þjóðin sem verður að borga brúsann ef illa fer. Auk þess getur orðið óbætanlegt tjón á lífríki i hafinu, ströndum landsins, dýra- og fuglalifi. Hér er rétt að rifja upp nokkur alvarleg strönd og þær afleiðingar sem þau hafa haft Olíuflutningaskipið Torrey Canyon strandaði árið 1967 á Sjösteina-skerjum við suðvestur Bretland og 120 þúsund lestir af hráolíu fóru í sjóinn og meng- uðu allar strendur Cornwall og suðvestur Englands. Hinn 16. mars 1978 var oliuflutninga- skipið Amoco Cadiz 9 sjómífur norður af eyjunni Quessant út af Bretaniuskaga, fulllestað með um 220 þúsund tonn af hráolíu þegar stýri skipsins festist í stöð- unni hart i bakborða. Það var álands- vindur, stórastormur og haugasjór af norðvestri, en þarna eru sterkir sjávarfall- astraumar. Skipið var að hrekjast út af klettaströndinni allan daginn, algjörlega stjórnlaust með dráttarbát við hliðina i fjóran og hálfan tíma áður en aðstoð hans var þegin. Tólf tímum eftir að stýrið festist rak Amoco Cadiz endanlega upp á Bretaníuskaga, brotnaði þar í sundur og 220 þúsund tonn af hráolíu flæddu í sjóinn og menguðu 400 kílómetra strand- lengju Bretaniu. Strandið kostaði þá tæpa 5 milljarða íslenskra króna eða sem svar- ar einum Hvalfjarðargöngum. Olíuflutningaskipið Exxon Waldes strandaði í Prince Wiffiam sundi í Alaska árið 1989; í hafið fóru (11 milljónir gallona) um 40 þúsund tonn af olíu og hálfu öðru ári síðar, hinn 26. janúar 1991 mátti lesa í því virðulega breska blaði The Times að 270.000 fuglar hefðu drepist af völdum strandsins á Exxon Waldes. Hinn 5. janúar 1993 stöðvuðust báðar aðalvélar olíuflutningaskipsins Braer þegar skipið var í hvössum álandsvindi um 10 sjómílur suður af Hjaltland. Fimm klukkustundum síðar rak Braer upp i klettótta strönd Quendaleflóa, syðst á Hjaltlandi. Skipið var með 85.000 tonn af óhreins- aðri jarðolíu sem mengaði strendur Hjaltlands og hafið um kring. Strandið kostaði a.m.k. einn milljarð íslenskra króna miðað við gengi í september 1993 og olli miklum búsifjum á Hjaltlandi. Aðskildar siglingaleiðir í alþj óðasiglingareglunum Reglur um aðskildar siglingaleiðir voru í fyrstu settar til að draga úr árekstrum á fjölförnum siglingaleiðum eins og á Ermarsundi, Eyrarsundi, Stóra-Belti, Gíbraltarsundi, Malakkasundi og fleiri alþjóðasiglingaleiðum. Reglurnar um aðskildar einstefnuleiðir tóku alþjóðlegt gildi 15. júlí 1977 með alþjóðasiglinga- reglunum frá 1972. Bretar og Frakkar tóku til reynslu upp aðskildar siglinga- leiðir á Doversundi árið 1967 og gaf það strax mjög góða raun. Einstefnuleiðirnar eru árangursrík- ustu breytingar og nýmæli sem hafa verið gerð á siglingareglunum og hafa dregið verulega úr árekstrum og ströndum skipa og auk þess auðveldað skipulag og eftirlit með siglingum. Eitt er víst að Wilson Mugga hefði ekki strandað ef tillögur meiri hluta nefndarinnar um aðskildar siglingaleið- ir og svæði sem skip eiga að forðast að sigla inn á hefðu verið komnar til fram- kvæmda. Bretar og Frakkar tóku til reynslu upp aðskildar siglingaleiðir á Doversundi árið 1967. Þetta gaf strax góða raun. Grafið hér að ofan sýnir áhrif aðskilinna siglinga- leiðafyrstu ár þeirra í Doversundi. Auk tillagna um aðskildar siglingaleiðir Fjöldi skipa í árekstrum á Doversundi. Siglingareglurnar endurskoðaöar. 1961 1963 1965 1967 1969 1971 1973 1975 1977 1979 5t Margaret's Bay Langdon Battery Fairlight Dunkerque Leid djúpristrii skip.i Svaeði. sem skilja leiðir Vitaskip Grynningar, sandrif Umferðarstraumur Ratsjá (ITZ) Strandleið **** Baujur CTi Venjuleg mðrk ratsjárgaeslu Vcgalcngd milli A og B - 70 sjómilur Kvarði: I___I____l____I----1 0 5 10 15 20 Sjómílur Aðskildar siglingaleiðir i Doversundi 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.