Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 21
gerði nefndin frá 1998 tillögu um „breyt- ingar á stjórnsýslu sem miði að því að gera hana færa um að bregðast við sem ein heild með skjótum hætti til þess að koma í veg fyrir alvarlega og yfirvofandi hættu fyrir lífríki hafs og stranda.“ í rannsókn sem gerð var fyrir Bráðamengunarnefnd, Umhverfisstofnun og Siglingastofnun í september 2003 segir: „Líklegt er að koma hefði mátt i veg fyrir strandið (á Víkartindi), í það minnsta stuðla að markvissari fyrstu viðbrögðum, ef reglur um siglingaleið- ir hefðu verið til staðar og lögin um skipströnd og vogrek sem eru komin til ára sinna, hefðu verið uppfœrð að nútímanum. ” þar af leiðandi hœttu á mengun. Til þess að fylgja þessu eftir getur orðið aðflytja hóp manna með þyrlu um borð í skipið sem er bilað til þessfyrst að meta hættuna sem síðan grípur inn í atburðarásina og tekur fram fyrir hendur skipstjórans efþað telst nauðsynlegt.“ (Heimild: Jean Bulot, Le drame de l’Amoco Cadiz, útg. 1990). 4.1 Orkneyjar 4.2 Hjaltland Svæðið sem skip eiga að forðast að sigla inn á nær um 35 sjómílur vestur af Mainland. Sérstök varúðarsvæði (Precautionary Area) eins og eru við innsiglingu inn til Hjalllands eru víða utan við hafnir þar sem er mikil umferð eins og t.d. Rotterdam (Europort), New York og fl. hafnir. North Ronaldsay (3) Aðgerðir í nágrannalönd- unum Með tilliti til þessa er rétt að rifja upp hvað nágrannaþjóðirnar hafa gert á undanförnum árurn til þess að verja strendur sínar og lífríki gegn mengun frá skipum sem sigla með olíu og annan hættulegan varn- ing og auka öryggi við siglingar með aðskildum siglingaleiðum. Frakkar brugðust hart við eftir strand og skipbrot Amoco Cadiz á Bretaníuskaga. Reglur um aðskildar siglingaleiðir voru endurskoð- aðar og einstefnuleiðir settar lengra út frá landi. Skip sem voru á leið í Ermarsund og ekki með neinn varn- ing sem mengaði eiga að sigla eftir ein- stefnuleið sem er 5 sjómílur frá landi, skip sem eru á leið úr Ermarsundi eiga að sigla eftir einstefnuleið 16 sjómílur undan landi. Pað sem var þó talið mik- ilvægast af öllu í þessum aðgerðum er að öll olíuflutningaskip sem eru á leið inn í Ermarsund eiga að sigla 1 einstefnuleið sem er 27 sjómílur frá landi, út af Quessant (Ushant) á Bretaníuskaga. Öll skip, 1600 brúttólestir og stærri sem flytja hættulegan farm eiga ætíð að vera i a.m.k. í sjö sjómílna fjarlægð frá ströndum Frakklands og á að tilkynna stað skipsins sex klukkustundum áður en komið er inn í franska landhelgi. Einnig voru sett ákvæði um heim- ild stjórnvalda til íhlutunar gagnvart skipi sem skapar hættu á mengun: »Siglingamálastjóri (le préfet rnariiime) gelur gefið ströng fyrirmœli þegar skip er bilað undan ströndum ^rakklands, hvort heldur skipið er mnan eða utan landhelgi og hœtta er á skipið mengi strendur landsins. Hafni skipstjórinn aðstoð drátt- arbáts eru honum settir úrslitakostir. F'í nauðsyn krefur er beitt valdi og shipið tekið í tog til þess aðforða því að skipið farist eða það strandi með <2)6. See “Recommendalions on navigatton around the Unitod Kingdom coast" in pad E ><7) Svæði umhverfis Orkneyjar, frá Tor Ness við Pentland Firth sem olíuflutningaskip og önnur skip, 5000 brúttótonn og stœrri, semflytja hættu- legan og mengandi farm, eiga aðforðast að sigla inn á. Svœðið nœr um 15 sml, vestur og norðvestur af Mainland. Aðskildar sigl- ingaleiðir (TSS) norðan við Noreg Siglingaöryggisnefnd Alþjóðasiglingamálas tofnunarinnar (IMO) (Sub-Committee on Safety of Navigation) samþykkti í júlí 2006 tillögu Norðmanna um leiðastjórnun á aljrjóðasiglingaleið á milli Vardo og Rost, þ.e. á siglingaleiðinni til og frá Barentshafi, norðan við Noreg, norðaustan við Vardo í Varangursfirði (á um það bil 70°49' N.brd., 031°59’ A.lgd.), til og frá stað um 60 sjómíl- ur veslur af eyjunni Rost sem er sunnan við Lofoleneyjarnar (á um það bil 67°33’ N. brd., 009°00’ A. lgd.). Siglingaleiðin er samtals um 560 sjónúlur. Siglingaöryggisnefndin samþykkti að á siglingaleiðinni yrðu 8 aðskildar sigl- ingaleiðir á stöðum þar sem eru talsverðar breytingar á stefnu, en á milli aðskildu siglingaleiðanna yrðu leiðir sent mælt var með að skip sigldu (Recommended Directions of Traffic Flow). Hjaltland Varúðarsvœði (1, 2 og 3) og svæði sem öll olíu- Jlutningaskip eða önnur skip umhverfis Hjaltland (Hjaltlandseyjar (Shetland Islands)) stærri en 5000 brúttó- tonn semflytja hættu- legan fljótandi farm eiga aðforðast að sigla inn á (area to be avoided, 1 s og2). Sjómannablaðið Víkingur - 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.