Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1932. 163 Um demanta. Demantarnir hafa komizt til mikils vegs sem gimsteinar með- al þjóða á eldri og yngri tímum. í mörgu hafa þeir þótt bera af öðrum gimsteinum. Fyrr á tímum hafa orðið margar skærur milli þjóðflokka og þjóðhöfðingja i austurlöndum út af stórum og fögr- um demöntum, einkum í Indlandi, því að voldugir menn og göf- ugir þjóðhöfðingjar þóttust eiga undir slíkum gimsteinum veg sinn og völd yfir ýmsum smáríkjum eða þjóðflokkum. Kostir demantanna sem skrautsteina eru einkum þessir: Þeir eru harðari en allar aðrar steintegundir, sem við þekkjum. (Hörku- stig 10, aðrir gimsteinar aðeins H. 8—9, en hörðustu íslenzkir stein- ar, t. d, kvarts H. 7). Þeim er því eigi hætt við að rispast. Eigi fellur á þá í venjulegu andrúmslofti eða í raka, og engar sýrur, basar, sem auðveldlega leysa upp flesta aðra steina, vinna hið minnsta á demöntunum, og þeir geta heldur eigi talizt eldfimir, þótt gjörðir séu þeir úr hreinu kolaefni. Eigi við minni hita en 850° geta þeir brunnið, og þó aðeins að hreint súrefni sé leitt að þeim í logann, en slíkt á sér eigi stað í náttúrunni og eigi nema við aðgerðir efnafræðinga. Annars þola demantarnir miklu meiri hita, þeir geta því fyllilega talizt til þeirra muna, sem hvorki mölur eða ryð fá grandað. Þeir þóttu óvenju fagrir og skraullegir, jafnvel áður en menn lærðu þá list að fága þá. Frá náttúrunnar hendi hafa þeir mjög skæran og bjartan gljáa (de- mantsgljáa) en þegar búið er að fága þá og gera á þá marg- breytta, reglubundna fleti, eykst geislafegurð þeirra um allan helm- ing. Fegurstir eru þeir taldir að jafnaði séu þeir litlausir og vatns- tærir og eru þá í hæstu verði. Þó hittast sumir með fögrum blá- leitum blæ, sumir með gulleitum blæ eða grænleitum, er fer svo vel í steininum, að það þykir aðeins] til prýði. Fágaðir demantar eru fagurglitrandi og varpa ljósgeislunum frá sér með margbreytt- um litbrigðum. Demantar eru lýsandi í myrkri (phosphorescent) en mismikið. Hafi þeir um stund laugað sig í sólarljósi eða í sterkri birtu, varpa þeir frá sér fögrum og einkennilegum ljós- bjarma í myrkri, sem tekur sífelldum blæ- og litbreytingum eftir því hvort steinninn er vermdur eða kældur. Demantarnir eru þyngri en kolefni í nokkurri annari mynd, eðlisþyngdin er ca. 3,52 en grafit, sem demöntum er skyldast, aðeins 2,2; íslenzkt blágrýti hefir eðlisþyngd ca. 3. En demantarnir eru ekki til þess eins gagns að geymast sem 11

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.