Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 27
185 jMÁTTÚRUFR. sókn sinni. Gerðu margir óspart að honum gys og dár fyrir, hversu einhliða hann var í þessu efni. og fáir munu hafa átt í harðari baráttu fyrir lífinu, en hann átti lengi fram eftir aldri. En þrautseigjan var óbilandi. Þegar hann var sextugur, eignaðist hann fyrst dálítinn jarðarblett í Serignan og hús á hagkvæmum stað til skordýrarannsókna. Varð honum hvorttveggja einkar hjart- fólgið, heimilið og skordýrin, og komst hann til hárrar elli, dó 11. október 1915, 92 ára gamall, og var ern og fjörugur í anda til dauðadags. Öllum ber saman um, að Fabre sé einn hinn merkasti nátt- úrufræðingur vorra tima og finnast þau orð um, að hann hafi hugsað eins og heimspekingur, verið glöggsýnn eins og listamaður ■og sannnefnt skáld i lýsingum sínum. Fabre kenndi samtíðarmönnum sínum að líta öðrum augum á skordýrin, en fræðimenn höfðu gjört fyrir hans daga, og alþýða manna að dæmum þeirra. Nú ganga rit hans land úr landi í þýð- ingum og þykir hvarvetna mikið til þeirra koma. Þau eru svo skemmtilega og alþýðlega samin. Hann samdi þessi rit sín öll á elliheimilinu sínu og er nú orðinn frægur af þeim um heim allan. Fyrsta bindið af skordýrarannsóknum hans kom út 1878, en nú •eru þau orðin 10, og seldust þau óðfluga. Þegar hann var sextugur kvæntist hann í annað sinn, og eignaðist einn son og tvær dætur og lifði einkar farsælu lifi með konu sinni og börnum á þeim hinum kæra samastað, sem hann hafði frá æsku þráð að eignast. Hér á landi munu fremur fáir hafa eignast þessi ritverk Fabres. Hefir mér því komið til hugar,' að ýmsum kunni að vera forvitni a að sjá ofurlítið sýnishorn af lýsingum hans í bók þeirri, sem nefnd er hér að framan: »Leyndardómum eðlishvatarinnar«. Af því að höfundurinn gjörir tilraunir sinar suður í Frakklandi, þá eru þau skordýr, sem hann lýsir, fæst hér á landi, En ég hefi að ráði vin- ar míns valið kaflann um fiskifluguna (Calliphora vomitoria). Allir lesendur mínir þekkja hana, ungir og gamlir, og hún er alls staðar sjálfri sér lík, og engu að síður íslenzk fyrir því, þó að lýsingin af henni sé gjörð suður í Frakklandi. Og þó að víurnar hennar hvítu séu ekki þokkasælar hjá almenningi, þá er það þó til, að henni sjálfri sé fagnað hér á vorin. Það sýnir meðal annars þessi vísuhelmingur: Hressast finn ég hugann, hýrna tekur bráin, þegar fiskiflugan fer að guða’ á skjáinn.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.