Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 16
174 nAttOrufr. eins leifar af gömlu móbergsfelli, svipuðu þeim sem sjá má upp1 á landi þar syðra, og hún á fyrir sér að eyðast betur. Nú var ekki úfinn á sjónum þarna úti, en trúað get ég því, að stundum skvampi all-myndarlega við eyjuna og í miklum hafrót- um hljóta brimgusurnar að ganga hátt yfir hana (björgin eru 30' —40 fðm). Eldey hefir alla tið verið óbyggð af mönnum, en því fleira er þar af fugli, og ræður súlan þar lögum og lofum. Hún hefir bókstaflega lagt undir sig hvern blett, sem hreiður hennar getur tollað á, uppi á eynni, á öllum sillum og jafnvel á hleininni, niður við sjó. Sátu þær nú í löngum röðum á sillunum, i breiðu á hlein- inni og uppi á eynni var, það við gátum séð, fugl við fugl og auk þess urmull á sveimi uppi yfir henni, eða á ferð fram og aftur, en fátt á sjónum i kring. Er mér mær að halda, að þar hafi verið eitthvað um 20 þús. súlur alls. í »skápum« í austan- verðri eynni var margt af ritu og af svartfugli (langvíu víst mest)' á víð og dreif. Fýll er þar eitthvað lítið, en af öðrum fuglunr fátt eða ekkert. Þar átti geirfuglinn síðast athvarf, þar til tveir síðustu fuglarnir voru skotnir þar 1844*). Af öðrum skepnum sáum^ við að eins nokkra seli í vikinu við hleinina, en ekki gat ég greint hvort það voru útselir eða landselir, sem báðir sjást annars þarna. Aðdjúpt er mjög við eyna og sjórinn krökur af lifi, eins og; það gerist við SV-strönd landsins. Það var rennt færi og varð vel þorskvart á það og þar er sennilega oft mikið um fisk af ýmsu tæi. Fiskiskip eru því oft þar í kring, en þriggja sjóm. breiður kragi af landhelgi er umhverfis eyna, eins og aðra útverði og þar mega útlendingar þvi eigi fiska, en strandhögg er eigi svo auðið að gera þar að jafnaði vegna lendingarvandræðanna. Fyrri á tímum fóru Suðurnesjamenn, einkum Hafnamenn, út i Geirfuglasker til geirfuglsveiða, en þær ferðir lögðust að mestu niður, þegar geirfuglinn þraut og skerið sökk að mestu 1830**) og fuglinn varð að leita athvarfs í Eldey. í lok síðustu aldar tóku nokkrir menn i Vestmanneyjum og Reykjavík sig saman um að> hagnýta sér gæði eyjarinnar, súluna, svartfuglinn o. fl. og var fyrsta ferðin farin 30. mai 1894. En þar sem enginn maður hafði áður klifið eyna, varð að »ryðja braut« upp á hana, þangað sem mest er af súlunni. Urðu til þess þrir valdir bjargamenn: Hjalti Jónsson. »hinn bjargfimi« og tveir Vestmeyingar. Er sagt frá þessari frægui * Skýrsla hins islenzka Náttúrufræðifélags 1923—24, bls. 28—43. ** Þorv. Thoroddsen: Lýsing lslands II, Khöfn 1911. bls„ 515—520,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.