Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 6
164 NATTURUFR. skrautsteinar og gleðja lund glysgjarnra manna. Þeir hafa átt mik- inn þátt í ýmsum framförum verkfræðinnar, sem mikilsverðar þykja. Menn voru svo stórhuga, að þeir settu sér að grafa göng til sam- göngubóta, margra km langan veg gegnum hrikaleg fjöil úr graníti og öðrum eitilhörðum bergtegundum eða boruðu holur 2—3 km í jörð niður til að leita eftir verðmætum námum. Við slík bor- virki þurfti mjög að vanda til boranna, svo að eitthvað miðaði á- fram. — í víðum jarðgöngum þar sem tveim eimlestum er ætlað að renna hvor fram hjá annari, verður að koma greftrinum áfram að allmiklu leyti með sprengingum, en þá þarf hraðvirka berg- nafra, er bori holur fyrir sprengiefnin. Þá hugkvæmdist mönnum áð festa demant í eggjar bergnafranna. Harka demantanna var stórum meiri en annara steina og hörðustu málma, þessir demants- nafrar flugu því fram úr öðrum nöfrum og þóttu mestu kjörgripir til jarðborana og hafa verið mikið notaðir síðan. Dýrt mundi verða að nota skrautdeinanta til slíkra þarfa og lítið til af þeim til að fullnægja þörfinni. En það vill svo til að miklu meira má vinna úr jörðu af ýmislega litum demöntum, og jafnvel svörtum (carbonado), sem eigi eru verðmætir til skrauts. En þessir ófögru demantar hafa reynzt öllu þarfari en hinir. Þeir hafa eflt verkfræðingana til mikiísverðra, stórfelldra framkvæmda, sem heiminum hafa orðið að verulegu gagni. Með duftinu af demöntunum eru þeir sjálfir fágaðir eins og síðar er umgetið, var sú aðferð fyrst fundin um miðja 15. öld og er sagt, að Lúðvík von Berquese í Briigge hafi tekizt að skraut- fága demanta með þessari aðferð. Smá demantar eru notaðir til að skera gler og til að krota á postulin, harða steina o. fl. Þeir eru notaðir í laðir, þar sem málmur er teygður í gegnum til þess að gjöra úr honum þræði. Demantarnir eru boraðir og settir í laðaraugun og aflagast þá miklu síður við notkun en annars, svo að þræðirnir halda ákveðnum gildleika þótt löðin sé lengi notuð. Það má geta nærri, að harka demantanna skapar mikla örðug- leika þegar fága skal steinana og laga þá til. Að vísu finnast flestir demantarnir með ákveðinni kristallögun, sem þeim er eðlileg frá náttúrunnar hendi. En hún er oft nokkuð óreglubundin og stein- arnir stundum brotnir. Þess vegna verður að laga þá til og gjöra á þá reglubundna nýja fleti, svo að fegurð þeirra og geisladýrð njóti sín sem bezt. Til fágunar á demöntunum hefir eigi dugað annað en það sem harðast er — demantarnir sjálfir. Með demanta dufti eru þeir fágaðir og fletir gjörðir á þá. En þegar saga þarf steina í sund-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.