Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 8
166 NÁTTÖRUFR. Um 1867 fundust demantar í Suður-Afríku, nálægt Kimberlay og síðar enn víðar. Er steinana að finna í einkennilegum gömlum gígum. Hófst þar skjótlega nám og fór sívaxandi framleiðsla de- mantanna. Um síðustu aldamót var framleiðslan þar orðin 90 hundr- aðshlutar (90%) af ársframleiðslu heimsins. 1906 voru teknir þar úr jörðu skrautdemantar, er vógu til samans 3 000 000 karöt (ca 600 kg). Síðar var demantaframleiðslan þar um slóðir mikið aukin, og um 1920 nam hún sem svaraði 1000 kg, eða sem svaraði 10 hestburðum, eftir því, sem lagt er í hestburð á íslandi, en að verðmæti um 160 milljónir, eða 16 mill- jónir hver hestburður. Til samanburðar skal þess getið, að i einu auðugasta námusvæðinu í Suður-Ameríku var árs eftirtekjan 54 þús. karöt demanta 1858. Demantar og aðrir gimsteinar eru vegnir í karötum. í Englandi er 1 karat reiknað 205 mg, en í S.-Afríku mun það vera reiknað 205.7 mg, en flestir um 200 mg, eða örlítið meira en % úr g. Skakkar ekki miklu, þótt svo sé reiknað, þegar um lágar upphæðir er að ræða. Eitt karat af fáguðum demöntum hefir breytzt síðustu áratugi að verði frá 200—300 kr., ýmist hækkað eða lækkað. Áður en námurnar í S.-Afriku fundust, var talið, að verð á hverju karati yrði eftir efnismagni eða stærð steinsins. Nú eru stærri steinar hlut- fallslega verðminni. Þó nær þetta ekki til mjög stórra steina, sem eru þyngri en 25 karöt. í S.-Afríku hafa ófágaðir demantar óvaldir selzt í stórsölu frá 15—125 kr. hvert karat. Míklu víðar hafa demantar fundizt, en á mörgum þeim stöðum svo lítið, að engin leið hefir verið að hefja þar nám, en á öðrum stöðum framleiðsla þeirra litlu munað. í bresku Guinea í S.-Ameríku hafa fundizt demantar. 1926 var safnað 182 karötum af smádemöntum. Á Borneo við S.A.-Asíu hefir demöntum nokkuð verið safnað síðan eyjan var numin. í Ástralíu hafa demantar allvíða fundizt. Víða í N.-Ameriku hafa demantar fundizt, en í smáum stíl og til lítilla eða engra nytja, t. d. í jökulurðargörðum umhverfis vötnin miklu og er jökulruðningur sá kominn norðan frá Hudsonsflóa og Labrador. í Evrópu eru demantar afar fágætir. Lítill vottur hefir fundizt í Lapplandi og nokkru meira í ÚralfjöIIum. Á einum stað þar (Bissersk) fannst nokkuð af demöntum (mjög smáum) 1929, er verið var að þvo gull úr leirmöl og sandi. Demantar hafa og fundizt í Síberíu, en um þá er litt kunnugt. Um uppruna demanta eru fræðimenn mjög í vafa, þótt nokkuð hafi það mál skýrzt frá því, sem áður var. 1773 fann Lavoisier,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.