Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 7
NÁTTÚIUJFR. 165 ur, eru til þess notaðir þræðir alsettir demantadufti. Við demanta fág- un þarf nákvæmni og fjölbreytí áhöld og er verkið bæði seinlegt og dýrt. Hafa Hollendingar um langt skeið skarað fram úr öðrum þjóðum í þessari iðn, enda voru þeir snemma miklir listamenn í glerfágun. Má svo heita, að mest öll demantafágun heimsins fari fram í Amsterdam, eru þar 56 fágunarstöðvar með 5600 verka- mönnum, sem flestir eru Gyðingar. Og sagt er, að þar í borginni séu 2500 demantskaupmenn, miðlarar og fulltrúar, sem lifi af demantsverzlun. Demantar eru ekki víða fundnir svo nokkru nemi og hvergi er svo mikið af þeim, að uppgripa vinna þyki að afla þeirra eða nema þá úr jörðu. Evrópumönnum urðu demantar fyrst vel kunnir er tíðar sam- göngur og verzlunarviðskipti hófust við austurlönd. Að vísu geta rómverskir rithöfundar á fyrstu öld um harða, fágæta og aíar dýr- mæta steina, sem vart hittist nema í konungs eigu, og er talið víst, að sumir þessara steina hafi verið demantar. Enda munu þeir þá hafa verið mjög fágætir meðal menningarþjóða hér í álfu. En á miðöldum óx mjög verzlun við Indland og kynntust menn þá náið demöntunum og demantanámunum í Indlandi. Þá voru de- mantanámur reknar á Dekan á Indlandi á ýmsum svæðum, og var demantana að finna í fornu, hörðnuðu hnullungabergi. Mun nám þetta hafa byrjað mjög snennna á öldum, því að demanta er víða getið af spámönnunum í biblíunni og nefndir „Schamid", og í 1001 nótt segir Sindbad frá hinum nafnkunna demantadal á Ind- landi. Er demantanáminu nokkuð lýst af kaupmönnum, er ráku verzlun þar eystra um og eftir byrjun 17. aldar. Voru námurnar aðallega í 5 deildum. Var mikill sægur þar stundum af mönnum, er tóku sein lægst kaup, helzt »utan stétta menn« (»hinir útskúf- uðu« Indverjar). A síðustu öldum var þar ekki unnið að staðaldri. Eftir miðja 18. öld tók demantanámið mikið að rýrna á Indlandi vegna sam- keppni við nýfundnar námur í S.-Ameríku, þó voru sumar nám- ur þar reknar að nokkru fram á síðustu tugi 19. aldar. í Suður-Ameríku, einkum í Brasilíu fundust demantar um 1725. Var þá að finna í lausum malar- og aurlögum í árbotnum og ár- farvegum og í fornum áreyrum og malarbökkum meðfram ánum og í dölum uppi. Um miðja 18. öld var fjöldi manna samansafnaður í þessutn demantasveitum og nám hafið í stórum stíl, og hefir nám haldizt þar siðan ýmist með vaxandi eða minnkandi eftirtekju. 11*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.