Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFR. 189 Marárdalur. Út af smágrein i 6. örk Náttúrufræðingsins þ. á. geri ég þessa athuga- semd: Nafn dalsins mun vera Marárdalur, sbr. marahláka, mar(a)þýtt, mar(a)- autt. í leysingum fyllist hann af vatni, unz »áin« fellur út um farveg þann, sem þurr verður er fram á sumar kemur, og þá er notaður sem vegur inn i dalinn. Maradalur gæti og verið skiljanlegt nafn (=þýðudalur), en liklegra ■ er, að á hafi breytzt i a, en að r-i hafi verið bætt inn í, eins og nú heyrist venjulega i framburði. Dalurinn er skál, aflöng frá austri til vesturs, i móbergsrana sem gengur vestur frá Hengli, milli Hengildals (nú nefndur Engidalur) og nyrðri Bolavalla. Rani þessi er nú nefndur Þjófahlaup. Dalbotninn er allur gróin grund, nema lítið árfar. Gripheldir hamraveggir lykja um hann nema á tveim stöðum: ár- farið suður úr honum og skarð noröur úr honum innanverðum: þar er bergið fláandi brekka, er hreindýr mundu hlaupa sem sléttan flöt, og er því hætt við, að sagan um fall 11 hreina í dalnum, vegna þess að þau komust ekki út um »einstigið«, sé orðum aukin. Ég og félagi minn fórum úr dalnum norð- ur um fláaskarðið og teymdum 2 hesta hvor. Þar, eins og í árskarðinu, sást votta fyrir hleðslu, frá þeim tíma, er »bolarnir, er surnargöngu skyldu hafa á »völlunum«, voru byrgðir inni í Marárdal, meðan þeir voru að spekjast og venjast útilegunni. — Þá er við komum norður úr dalnum, varð þvert fyrir okkur gjá, afardjúp, en mjó, svo hlaupfært mundi huguðum manni, eða þeim, er lif sitt ætti að leysa. Kom mér þá i hug, að þar af mundi nafnið Þjófa- hlaup dregið. Slíkar gjár eru smíði vatnsrása í móbergsfjöllum. B. B. Aths. Þótt hreinum sé auðfarið i snjólausu um skarðið norður úr daln-- um, er eigi víst að svo sé stundum að vetrarlagi, þegar ha.Cíeani og svelf leggjast yfir bergið, og líklegast er að svo hafi verið, er Guðmundur fékkst- þar við hreinana. Virðist mér því þetta eigi þurfa að rýra frásögn hans um» veiði hans i dalnum að neinu leyti. G. G. B. Rítfregnír. Steinn Emilsson: Lössbildung auf Island. — Rit Vísindafélags íslend- inga nr. 11. Rvk 1932. 19 bls. 2 myndir i texta. — í þessari grein gjörir höf. grein fyrir því, úr hverju jarðefnum íslenzkur jarðvegur hafi myndazt og að síðustu bendir hann á, að íslenzkur fokleirs jarðvegur eða gosösku jarðvegur sé ekki sambærilegur við erlendan lössjarðveg. En sennilega mun þurfa ýtar- legri rannsóknir til þess að gjöra þessi viðfangsefni nægilega ljós. H. H. Eiriksson: Obseruations and measurements of some glaciers in Austur-Skaftafellssijsla. In the summer 1930. V. í. nr. 12. Rvík 1932. 1 myndatafla og 14 myndir í lesináli, 24 bls. Höf. hefir mælt legu framjaðars 3 jökla i Hornafirði, og sett niður á kort, er greininni fylgja, legu þeirra það ár og legu þeirra 1904, þegar herforingjaráðs-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.