Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 23
NÁTTÚRUFR.
181
„Krummi gamli er svartur
Krúnkið eru söngvar hans
um sólina og himininn".
En sennilega taka honum ekki aðrir fuglar fram að hygg-
indum og framsýni.
Bergsveinn Skúlason á Skálmarnesi.
Kandírtifiskttrínn.
Það er aragrúi af smádýrum af ýmsum flokkum, sem
ásækja menn og skepnur og gerast sýklar, sníklar og ofætur í
þeirra líkama. „Fjöld es þat’s fira tregr“.
Það er þó aðeins eitt dýr af hryggdýraflokki, sem enn er
vitað, að ásæki menn, sem sníkjudýr; en það er fiskur sá, sem
Kandirufiskur nefnist, og á heima í Amazon-fljótinu. Fiskur
þessi (Vandellia cirrhosa C. V.) er nærskyldur vatnakörfum
(Cyprinidæ) og leirgeddum (Siluridæ), og hefir hann lengi
verið afar illa þokkaður af þjóðum þeim, sem búa á bökkum
Amazonfljótsins.
Þó hann sé „magur og mjór á kinn“, og ekki lengri en 4—
5 sentimetrar, er hann afarherskár í annarra fiska hóp. Lát-
um svo vera. En annað er þó háskalegra vesölum mönnum, og
það er, að hann er haldinn þeirri undarlegu ástríðu, að leita
uppi, með stakri ratvísi, getnaðarfæri manna og kvenna, þeirra,
er vilja lauga sig í fljótinu. Finnur hann þá fljótt þvagrásar-
opið og smýgur þar sem örskot inn, og hraðar ferðinni til að
komast fljótt inn í þvagblöðruna.
Heinemann heitir fræðimaður vestheimskur, sem hefir af
alúð reynt að kynna sér náttúru og háttalag þessa leiða kvikindis.
Hefir hann komizt að svipaðri niðurstöðu og Indíánar þeir, er
bezt þekkja fiskinn. Hann heldur líkt og þeir, að þess vegna
sæki fiskurinn á að smjúga upp eftir þvagfærum manna og
kvenna, að hann beinlínis sé þyrstur í þvag og girnist þann svala-
drykk með álíka óstöðvandi ástríðu eins og ölkær maður áfenga
drykki.
Þetta gæti nú kallast meinlítið, ef ekki fylgdi annað verra og
ef fiskskömmin snávaðist ætið út aftur, sömu leiðina og hann
12*