Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 24
182
nAttúrufr.
kom, eftir að hafa drukkið sig vel fullan. Því miður lánast þetta
sjaldan eða aldrei. Hitt kemur oft fyrir, að hann staðnæmist í
þvagrásinni eða etur sig inn í holdið og situr þar fastur. Þetta
er að kenna því, að uggarnir eru með beittum göddum, er sting-
ast djúpt inn um slímhimnurnar, líkt og agnúar á skutli, er fisk-
urinn streitist við að komast inn gegn þrýstingi innan frá. Getur
því af þessu hlotizt, að drep komi í líffærin með miklum harm-
kvælum, eða það, sem er allra verst, að getnaðarlimir karlmanna
algjörlega sagist og skerist sundur og detti af.
Það er því engin furða, þó innfæddir menn, þar vestra, hafi
löngu reynt að hervæðast gegn þessu óvætti, enda hafa þeir
fundið ráð, sem dugar vel, og eru þeir vanir, að kenna það hvít-
um mönnum, sem þar eru á ferð og vilja lauga sig og synda.
Ráðið er það fyrir karlmenn, að binda um hreðjar sér líkt og
Loki forðum, en fyrir kvenfólkið er heillaráðið það, að hvolfa
yfir blygðunarfærin hálfri kókoshnetuskel, láta hana falla þétt
allt í kring og festa hana síðan vel með böndum. Vcrður þá fisk-
urinn frá að hverfa við lítinn orðstír, enda rekur hann sig á, að
hér er grandgæfilega fylgt ráði Þórs, „at ósi skal á stemma“.
(Sjá Brehms Tierleben III. Band 1914, bls. 232 og Norsk
Mag. f. Lægevidenskaben, jan. 1932, bls. 97).
Stgr. Matth.
Ný aðferð víð gerílsneyðínga mjólkar.
í þýzku tímariti um náttúrufræði var nýlega getið um all-
merkilega nýung, sem getur haft mikla fjárhagslega þýðingu fyr-
ir bændur og búalið um allan heim, ef sönn reynist.
Það sem um er að ræða, eru tilraunir, sem tveir brezkir vís-
indamenn hafa gert til þess að gerilsneyða mjólk, án þess að hita
hana hið allra minnsta.
Menn hafa fyrir nokkru komizt að raun um, að ýmsar öldu-
sveiflur, t. d. hljóðbylgjur, hafa mjög ill og óþægileg áhrif á lif-
andi verur, sem fyrir þeim verða; sumar t. d. mjög háar og tíðar
hljóðbylgjur, hafa reynzt banvænar all-flestum lifandi verum.
I tímariti, sem heitir „Journál of Comparative Physiology“ I.
1932, og fjallar aðeins um strangvísindaleg efni, hafa þessir áður
nefndu fræðimenn (þeir heita Chambers annar, en hinn heitir