Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 28
186 NÁTTÚRUFR- Fiskiflugan. I náítúrunni er til fjöldinn allur af ötulum og aðsúgsmiklum kjötætum. Hlutverk þeirra er að hirða dýraleifar þær, sem dauðinm hefir lagt að velli hér eða þar, til þess þær verði ekki til óþrifn- aðar, og jafnframt til að breyta þeim í nýjar lifandi verur. Hér í álfu er fiskiflugan eða maðkaflugan víðkunnust og al- gengust. Allir þekkja hana, þessa stóru, dökkbláu flugu. Ef kjöt- skápurinn húsfreyjunnar er ekki sem tryggastur, þá gjörir hún sig þar heimakomna, og þegar hún er búin að Ijúka þar verkum sínum, þá sezt hún á gluggarúðurnar hjá okkur og suðar þar svo hátíðlega. Hana langar út í sólskinið, til þess að hún geti orðið- þunguð af nýju afsprengi. Spurningar, sem ég ætla að fá svarað með rannsóknum mín- um, eru svolátandi: Hvernig verpir hún eggjunum, sem viurnar hennar ljótu koma úr, þessar, sem kappala sig á villibráðinni okkar og nýja kjötinu? Hver eru þau kænskubrögð, sem hún beitir, og hvernig eigum við að stemma stigu fyrir henni? Þetta tvennt hefi ég í hyggju að rannsaka. A haustin er hún oft á flakki í húsum inni og fram á vetur ef veðráttan er mild. Á vorin kemur hún fyrr i ljósmál úti en inni Er hún þá kulsækin mjög og má þá oft sjá hana verma sig á ve8gium úti móti sólunni. Þegar lengra líður fram og blóm eru komin á Laurastinus-runnana, þá hitti ég hana hópum saman á smáu, hvítu blómunum. Þar ætla ég, að hún eðli sig, og þar sýgur hún í sig sæta safann úr blómunum. Allan sumartímann er hún utan húss. Tekur hún sér þá stuttar flugferðir frá einum gististaðnum til annars og fær sér hressingu. En er haustar að, og villibráðin eða fuglakippurnar eru í hús bornar, þá hypjar hún sig inn og heldur sig svo þar sem heiðurs- gest, meðan ytra herðir frost og kyngir snjó. Þetta kemur nú svo bráðvel heim við innisetu-venjurnar mín- ar, einkum þó við fæturna á mér, sem farnir eru að bugast af ellinni. Ég þarf þá ekki að vera að randa út um allt, til að leita hana uppi í rannsóknarskyni. Hún kemur til mín. Heimafólk mitt veit, hvað mér kemur. Það veiðir þessa háværu gesti á gluggarúð- unum og færir mér þær svo samstundis í dálitlum bréfstikli. Ég hleypi þeim þá inn í stíuna mína og hálf-fylli hana. Stían er stórt, klukkumyndað búr úr vírneti. Stendur það í leirskál, sem full er af sandi. Ég hefi sett ofurlitla krukku með hunangi í inn i matsalinn í flugnabúri þessu, koma svo fangarnir þangað í tóm-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.