Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 4
Þar sem þverskurður fæst, kemur í
ljós aö efniö í „jöklinum" er að lang-
mestu leyti fremur fingerður vikur, aska
og brot úr súru bergi, andesíti og jafnvel
líparíti. Vikurinn er ferskur og auðsjá-
anlega nýtt efni (primert material).
Annað, sem vekur atliygli er að grófara
efniö er einkum ofantil i sniðinu og
stórbjörg ekki finnanleg nema ofan á
„jöklinum“.
Kötluklettur nefnist bjarg eitt mikið á
sandinum um 1 km austan við Hjör-
leifsliöfða og sem Kötluhlaupið 12.
október 1918 bar þangað ofan úr jökli
eða líklega um 15 km leiö. Enginn vafi
er á að bjarg þetta kom í hlaupinu 1918
ogeru um það ntargar heimildir. Meðal
þeirra er frásögn Kjartans L. Markús-
sonar (1960), sem átti heima i Hjörleifs-
höfða þegar gosið varð og sem síðar gaf
kletti þessum nafn. Hann mældi klett-
inn og telur hann 5 m háan upp úr sandi
og 36 m ummáls niðri við sand. Kemur
þetta vel heint viö lauslega mælingu,
sem gerð var fyrir mörgum árum og
aftur 19. mai 1975 (2. mynd). Kjartan
Leifur hafði grafið 2 m niður með
bjarginu, en dýpra varð ekki komist
vegna vatns. Telur hann rúmtak
bjargsins vera 570 m3 og áætlar þyngd
þess um 2000 tonn. Hann reiknar þá með
eðlisþyngd 3,5, en það er of hátt.
Kötluklettur er úr móbergi og má
nánast greina það sem fremur fínkorn-
ótt þursaberg (palagonite breccia). í því
eru bólstrabrot og einstaka litlir bólstr-
ar. Við athugun hefur kontið i ljós að
eðlisþyngd bergs J^essa er 2,62, en ntæl-
ingu á Jdví hefur Svanur Pálsson gerl
fyrir mig og kann ég honum J^akkir fyrir.
Samkvæmt jDessu og mælingu Kjartans
L. Markússonar telst ekki ólíklegt að
Kötluklettur muni vega 1400 tonn eða
meira.
1. mynd. Jarðvegstorfa, a. m. k. 90 m löng og meira en 2 m Jrykk, borin fram af Kötlu-
hlaupinu 1721 eða 1755. — Large, coherent block of soil, rnore than 2 m thick and 90 m tong,
transþorted by the Katla ftood of 1721 or 1755.
82