Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 5
2. mynd. Kötluklettur austan við Hjörleifshöfða. Hlaupið 12. okt. 1918 færði hann þangað. Áætluð þyngd 1400 tonn. — The Kötluklettur, approximately 1400 tons. Transported approx. 15 krn by the flood of 12 October 1918. RENNSLI KÖTLUHLAUPA Engar mælingar eru til á rennsli Kötluhlaupa enda óhægt um vik að framkvæma slíkar mælingar. í sam- bandi við hámarksrennsli hafa ýmsar tölur verið nefndar en allt eru það hreinar ágiskanir og engin annari betri enda þótt ýmsar athyglisverðar stað- reyndir liggi fyrir i því sambandi. Er hér um að ræða athuganir frá hlaupinu 1918 og skulu nokkrar taldar. Sam- kvæmt upplýsingum sjónarvotta (Guð- geir Jóhannsson 1919) fór hlaupið fram undir jöklinum og a. m. k. á kafla ofan á honum, því kvísl úr því fór yfir fjallið við svonefnd Sker og féll vestur í Remund- argil og eftir því niður á sand. Dýpt hlaupsins í gilinu hafði verið 70—80 m. Norðan í Selfjalli var eftir hlaupið jaka- hrönn sú er flestar myndir eru af, og sem var marga tugi metra á hæð. Sýnist af því mega ráða að dýpt hlaupsins milli Selfjalls og Hafurseyjar hafi vart verið minni en 60—70 m þegar það var i há- marki. Sé það rétt að sandurinn hafi hækkað um allt að 9 m (Einar H. Ein- arsson 1975 bls. 82) í síðasta hlaupi er farið aö nálgast þá tölu, sem Þorvaldur Thoroddsen (1920) nefnir í sambandi við dýpt hlaupsins við Hjörleifshöfða og við mynni Múlakvíslar, en þar áætlar hann að það hafi verið 10—15 m. Um 83

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.