Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 13
2. mynd. Seltudreifing
í yfirborði sjávar í
Hvammsfirði, byggð á
mælingum dagana
1. —2. júlí og 14. júlí
_ 1979. — Distribution of
surface salinity in
Hvammsfjörður, based on
observations July l — 2and
July 14, 1979.
talist mikil, þegar haft er í huga, hve
lokaður fjörðurinn ’ er. Skýringin er
eflaust sú, að endurnýjun er býsna ör
um hina þröngu Hvammsfjarðarröst,
eins og síðar verður vikið að. Þá er þess
að gæta, að miðað við strandlengju, er
ferskvatnsrennsli í Hvammsfjörð minna
en víða annars staðar hér við land.
Selta fór vaxandi með dýpi (3. mynd)
og komst upp í 33.30%c í 43 metra dýpi.
Lóðréttar seltubreytingar í Hvamms-
firði minna í aðalatriðum á hliöstæðar
breytingar í öðrum íslenskum fjörðum,
t. d. Hvalfirði. Á 4. mynd eru sýndar
samsvarandi breytingar með dýpi á
seltu, hitastigi og eðlismassa. Fram
— A vertical salinity
3. mynd. Snið sem sýnir lóðrétta dreifingu seltu inn eftir Hvammsfirði.
section extending from the mouth of the fjord to its head.
91