Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 14
4. mynd. Hiti (t), selta (S) og eðlismassi (P) sem fa.ll af dýpi á St. 5, suður af Lambey, 1. júlí 1979. — Variations with dtpth of Itmptralure (t), satinity (S) and density (P) july 1, 1979 at St. 5, located south of the island Lambey (see Fig. I). kemur að breytingar eru mestar milli 10 og 20 metra. Þótt ekki sé um að ræða afinarkað hitaskiptalag, er lagskipting talsverð, einkum með hliðsjón af því, að hinir hörðu fallstraumar í Röstinni eru líklegir til þess að stuðla að aukinni lóð- réttri blöndun. Stvrkur næringarsalta er mjög á|jekkur því sem algengt er á þessum árstima á strandsvæðum, þar sem fersk- vatnsáhrifa gætir í talsverðum mæli. Þannig bera gildin þess glöggt vitni, að vegna framleiðni svifþörunga hafi magn næringarsalta i yfirborðslögum minnk- að verulega frá því sem þau eru að vetrinum. Fosfat-gildi voru hvergi svo lág, að þau gætu talist takmarkandi fyrir plöntugróður. Fosfat- og nítrat- styrkur á 43 metra dýpi á St.5 er óvenju litill borið saman við nálæg hafsvæði. Skýringin kann að vera sú, að allur sá sjór, sem berst inn i Hvammsfjörð kemur úr yfirborðslögum Breiðafjarðar, þar sem styrkur næringarsalta er venju- lega lágur að sumarlagi. Á nokkrum stöðvum innst i firðinum voru nitrat- gildi i yfirborði mjög lág miðað við árs- tíma, t. d. borið saman við innri hluta Faxaflóa (Þórunn Þórðardóttir og Unnsteinn Stefánsson 1977). Yfirleitt er kísilstyrkur miklu meiri i fersku vatni (100—200 pg-at/L) en i fullsöltum sjó (<1 —10 ng-at/L). í samræmi við það mældist kísilstyrkurinn langsamlega mestur þar sem seltan var lægst og þar með ferskvatnsblöndunin mest. Alls staðar var kísilstyrkurinn meiri en svo, að hann takmarkaði vöxt kisilþörunga. Fróðlegt er að bera saman eiginleika hinna 7 fallvatna (Tafla III), sem sýni voru tekin úr næstum samtimis. 1 ánum sunnan megin fjarðarins, þ. e. Miðá, Hörðudalsá, Skraumu (Skraumu- hlaupsá) og Dunká, var hiti að heita hinn sami. f ánum Fáskrúð og Laxá var hann næstum 2° hærri, en Haukadalsá, sem fellur til sjávar aöeins fáeinum kilómetrum frá Laxárós, reyndist um það bil 4° kaldari en Fáskrúð og Laxá. Stafar hinn lági hiti sennilega af vatns- miðlun, þar eð áin fellur um Hauka- dalsvatn, sem hitnar ekki að ráði fyrr en líður á sumar. Styrkur fosfats og nítrats reyndist alls staðar mjög litill og svip- 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.