Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 16
meðaltöl flóðhæða við Búðardal og Staðarfell eigi við fjörðinn sem heild, reiknast meðal flóðhæð í stórstraumi 2.5 m, en 1.0 m í smástraumi. Samkvæmt sjókorti, svo og dýptar- mælingum Friðriks Ólafssonar í Hvammsfjarðarröst sumarið 1934, teiknuðum við þversnið af Röstinni á nokkrum stöðum frá Steinaklettum að Máshólma. Flatarmál sniðanna voru fundin með flatarmæli (planimeter), og var meðaltal 5 jrversniða 10,600 m2. Þrengst er sundið við Steinaklett, þar sem þverskurður þess er nálægt 7,500 m-. Ógerningur er að meta með nokkurri vissu, hve mikill liluti af heildarrennsli inn í Hvammsfjörð fer um Röstina og hve ntikið milli hólma og skerja land- megin við hana. Líklegt virðist þó, með hliðsjón af því, hve grynningar eru miklar beggja vegna Rastarinnar, aö vatnsskiptin verði langsamlega mest um hana sjálfa, ef til vill 90% eða meira. Með því að nota þær tölur sem hér hafa verið nefndar um flóðhæð og þverskurðarflatarmál Rastarinnar, svo og heildarflatarmál Hvammsfjarðar, var reynt að áætla straumhraða um Röstina, þar sem hún er þrengst. Gengið var út frá mjög einföldu líkani, þar sem gert er ráð fyrir, að um 90% af inn- streyminu i Hvammsfjörð verði um Röstina og útfallið nái að flytja allt það sjávarmagn út úr firðinum, sem inn í hann berst á aðfalli. Loks er gert ráð fyrir því til einföldunar, að hvorki yfir- borðsflatarmál fjarðarins né þver- skurðarflatarmál Rastar breytist svo teljandi sé milli flóðs og fjöru. Það sjávarmagn, sem um röstina fer á 6.2 klst, þ. e. frá háfjöru til háflæðis, hlýtur þá að vera 90% af því rúmmáli, sem ákvarðast af flatarmáli alls fjarðarins sinnum hæðarmun flóðs og fjöru: A X V X T/2 = 2n„ X SX 90/100(1) jtar sem A = 7.500 m2 er þverskurðar- flatarmál Rastar V er meðalstraumhraöi T er tíminn, sem líður milli tveggja flóða, þ. e. 12 klst. og 24 mín. r)o = sveifluvídd, þ. e. hálf flóðhæðin sem reiknast 2.5 m í stórstraumi, en 1.0 í smástraumi S = 350 km2 er yfirborðsflatarmál Hvammsfjaröar A X T X 100 Sýna má fram á (sjá t. d. Sverdrup 1946, bls. 568), að þegar fallið er harðast, verður straumhraðinn 71/2 sinnum meiri en meðalstraumhraðinn. Þá hafa athuganir leitt i ljós (Sverdrup loc.cit.), að í miðjum sundum og ósum er straumhraði oftast nálægt því að vera 'A meiri en meðalstraumhraðinn hverju sinni. Séu nú viðeigandi tölur settar inn fást þær niðurstöður, sem sýndar eru í Töflu IV. Hvað snertir meðal smástraum ber þessum niðurstöðum mjög vel saman við þær tölur (6—8 hnútar), sem gefnar eru upp í Leiðsögubók og áður voru nefndar. Þá benda niðurstöður til þess, að í stórstraumi geti straumhraði orðið geysimikill i Röstinni, eða 15—20 hnútar. Sé hins vegar gert ráð fyrir því, að verulegur hluti innstreymisins fari fram milli skerja landmegin við Röst- ina, verða hin útreiknuöu gildi fyrir straumhraða í Röstinni samsvarandi lægri en fram kemur í töflunni. 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.