Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 21
Jónatan Hermannsson, Andrés Arnalds og Ingvi
Þorsteinsson:
Áhrif áburðar á gróðurfar úthaga
INNGANGUR
Hér fer á eftir samantekt á nokkrum
þáttum úr viðamiklum rannsóknum,
sem gerðar hafa verið á viðbrögðum út-
hagagróðurs við áburðargjöf. Ingvi
Þorsteinsson beitarfræðingur hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins átti
frumkvæði að þessum rannsóknum og
stóð fyrir þeim um margra ára skeið, en
síðan tók Andrés Arnalds, sem einnig er
beitarfræðingur hjá rannsóknastofnun-
inni, við umsjón þeirra. Tilraunirnar
voru gerðar í samvinnu við bændur á
viðkomandi stöðum og héraðsráðu-
nauta Búnaðarfélags Islands. I þessum
rannsóknum var aðalatriðið að kanna
áhrif áburðarins á uppskeru, en þær
niðurstöður verða iagðar fram á öðrum
vettvangi. Hér verður aftur á móti stað-
næmst lítillega við áhrif áburðar á teg-
undasamsetningu eða gróðurfar úthag-
ans.
Tilraunir þessar hófust á árunum
1966 til 1972 og voru gerðar á 34 stöðum
við fjölbreytileg skilyrði víða um land,
bæði til fjalla og á láglendi. Mynd 1.
sýnir tilraunastaðina.
Tilraunirnar stóðu mjög mislengi eða
frá einu sumri upp í ellefu. Stundum
féllu úr athuganaár inn á milli, og
fáeinar tilraunir fóru alveg forgörðum
af ýmsum ástæðum. Að lokum þóttu 28
tilraunir hæfar til uppgjörs. Þær stóðu
samtals i 146 tilraunaár eða að meðal-
tali 5.2 ár hver. Gróðurathuganir voru
gerðar 130 sinnum eða að meðaltali 4.6
sinnum i hverri tilraun.
I Töflu I er flokkun tilraunastaðanna
eftir gróðurlendi sýnd i mjög grófum
dráttum. Hálendistilraunirnar voru á
Jökuldalsheiði, Vaölaheiði, Öxnadals-
heiði I og II og Gæshólum og Gæshóla-
mýri á Snæfellsnesi. Þær voru í
300—600 metra hæð yfir sjó. Mýrarnar
Itöfðu allar verið ræstar fram — misvel
að vísu — nema Gæshólamýri.
Tilraunirnar voru gerðar í girtum
hólfum, sem voru lokuð allt sumarið, og
naut landið því töluverðrar friðunar.
'Filraunirnar skiptust í fjóra flokka og
var skipulag nokkuð mismunandi eftir
flokkum. Borin voru saman áhrif mis-
munandi áburðargjafar. Tvö fyrstu árin
var borið á alla tilraunareitina, nema
samanburðarreiti. Síðan var meðferðin
þrennskonar. Á suma reiti var ekki borið
framar, og sýndu þeir eftirverkun
tveggja ára áburðargjafar; þeir verða
hér eftir nefndir eftirverkunarreitir.
Aðrir reitir fengu eftir þetta áburð
reglulega annað hvert ár. I tveimur til-
raunaflokkum af fjórum voru auk þess
reitir, sem fengu áburð árlega. Innan
þessara liða voru reyndir mismunandi
Náttúrufræðingurinn, 50 (2), 1980
99