Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 34
Eitt yngsta isaldarhraunið á Reykja- víkursvæðinu er plagíóklasdílótt hraun, sem rekja má ofan úr Heiðmörk og niður á Selás ofan við Arbæjarhverfi. I Heiðmörk er þetta þétt straumflögótt berg, en í Selásnum hefur það kubba- bergsásýnd. Þar hefur það runnið yfir deiglendi eða í vatn, og undir jtví er allþykkt vatnaset (Elliðavatnsset). Grjótnáma mikil er í Selásnum jtar sem þetta berg er brotið og notað í malbik. Á tveimur stöðum öðrum, er mér kunnugt um plagíóklasdílótt hraun. Norðan Lyklafells er eitt slíkt hraun, sem virðist ganga inn undir móbergs- grunn fellsins. Ellileg, smáplagíóklas- dílótt hraun eru austan Langavatns. Þarna er um að ræða a. m. k. tvö hraunlög og vottar fyrir holufyllingu í (tví neðra. Öll plagíóklasdílóttu hraunin bera svip sprunguhrauna. Berg í fjórða flokki er all sundur- leitt eins og gefur að skilja, þar sem um úrkast er að ræða. Borgarhólar eru gerðir úr smákornóttu, ólívíndílóttu hrauni með straumflögum og brúnni veðrunarkápu. Utbreiðsla þess hefur nær ekkert veriö könnuð enda óhægt um vik, þar sem það hverfur undir yngri jarðmyndanir strax við rætur hólanna. Þorvaldur Thoroddsen (1883) hélt því fyrstur fram, að Borgarhólar væru gígrústir Mosfellsheiðardyngjunnar. Síðan hefur jtað verið haft fyrir satt. Berggerð hólanna er jtó svo frábrugðin Mosfellsheiðargrágrýtinu, að hér hlýtur að vera um annað hraun að ræða. Gerð hraunsins ber þó dyngjuhraunasvip (samkvæmt flokkun Sveins Jakobssonar o. fl. 1978). Borgarhólar hafa enga gíg- lögun. Þetta eru óreglulegir berghryggir sem rísa bratt allt að 40 m upp af aflíð- andi hlíðum Mosfellsheiðarinnar og brjóta upp ávalan dyngjuskjöldinn. Ekki hefur tekist að finna mót Borgar- hólahraunsins og annarra hraunlaga á Mosfellsheiði. Óhætt mun þó að full- yrða, að jtað sé eldra en Mosfellsheiðar- grágrýtið enda standa borgirnar eins og veðurbarin klettasker upp úr hafsjó grágrýtis sem flætt hefur inn í hvert vik og skarð. Lyklafell er stapi í jDeirri merkingu orðsins, að neðri hluti jtess er allur úr móbergi en efst er basalthetta úr smá- kornóttu dílalausu bergi. Fellið virðist myndað í einu gosi, sem hafist hefur sem öskugos en endað sem hraungos. Ekki hefur það þó neina stapalögun. Það rís um 80 m upp yfir umhverfi sitt og er ilangt með SV—NA stefnu. Sennilega er það myndað í sprungugosi og lík- legast er, að sprungan hafi legið á jteim slóðum, sem fellið er nú. Trausti Einarsson (1951) setti fram jtá tilgátu, að Reykjavíkurgrágrýtiö væri úr Lykla- felli komið og Ragna Karlsdóttir (1973) tekur undir þá skoðun. Samanburður á bergi frá þessum stöðum, bendir ekki til að svo sé. Mosfellsheiðargrágrýtið virð- ist hafa runnið upp að Lyklafelli og vera javí yngra en jtað. Nokkur önnur hraun falla í flokk númer fjögur, svo sem pikríthraun á Kotási með jtétta ólívín- og pyroxen- díla. Pikrít er fremur sjaldgæf bergteg- und sem talin er koma upp i smáum dyngjugosum (Sveinn Jakobsson o. fl. 1978). Það hefur ekki áður fundist í ná- grenni Reykjavíkur. MÓBERG Á Reykjavikursvæði stingur móberg allvíða upp kollinum. Fyrir utan heil móbergsfjöll eins og Mosfell, Selfjall og 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.