Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 35
Hraun
2. mynd. Borholusnið úr nokkrum kjarnaholum í Reykjavík og nágrenni. 1. Ánanaust, 2.
Seltjarnarnes, 3. Kópavogslækur, 4. Silfurtún, 5. Arakot, 6. Bátalón. — Borhole profiles from
Reykjavík and surroundings.
Sandfell sér á móbergið í Ásfjalli, um-
hverfis Sólheimatjörn, við Selvatn,
neðantil i Lyklafelli og fyrir botni
Arnarnesvogs. Móbergið i Arnarnesvogi
hefur verið talið botn Reykjavikurgrá-
grýtisins og merki þess, að það hafi
runnið i sjó við svipaða sjávarstöðu og
nú er, eða ívið lægri. Eg tel hins vegar að
þetta móberg sé sjálfstæð gosmyndun og
mun eldri en hraunið sem yfir liggur. Til
þess bendir berggerðin og mikil holu-
fylling (ópall o. fl.). Móberg þetta liggur
undir grágrýtinu á Arnarnesi og kemur
fram í fjörunni við sunnanverðan
Kópavog. Eins virðist það koma fram i
borholum bæði í Reykjavik, Seltjarnar-
nesi og á Álftanesi (2. mynd). Þykkt þess
í borholum er þó hvergi yfir 40 m.
Móbergsmyndanirnar í Ásfjalli koma
einnig fram i Hamranesi. Þarna er
mestmegnis um að ræða bólstraberg og
kubbaberg, sem mynda þunnt lag á
niilli Arnarbælisgrágrýtisins og plagíó-
klasdilótts hrauns sem undir liggur.
Móbergsmyndanir þessar eru að öllum
líkindum til orðnar við gos undir jökli
og eru á sama aldri og jökulberg sem sér
í undir Arnarbælisgrágrýtinu í Set-
bergshamri í Hafnarfirði.
SETLÖGIN
Á Reykjavíkursvæðinu er mikið um
setlög. í um 100 m þykkri opnu sem nær
frá Ártúnshöfða við Elliðavog, upp með
1 13