Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 36
Elliðaám og upp í Selás norðan Elliða-
vatns er hægt að rekja samfellda jarð-
lagasyrpu þar sem skiptast á hraunlög
og setlög (3. mynd).
Elliðavogslögin eru elst hinna síð-
kvarteru jarðlaga á höfuðborgar-
svæðinu og mynda botn þessarar jarð-
myndunar. í Háubökkum við Elliðavog
mynda þau 8 m þykkt stál, þar sem
skiptast á leirsteinn með skeljum, sand-
steinn, jökulberg, völuberg og surtar-
brandur (Þorkell Þorkelsson 1935, Þor-
leifur Einarsson 1968). Framhald
Elliðavogslaganna má rekja á mörkum
ár- og síðkvarters bergs yfir í Artúns-
höfða, Gufuneshöfða og Viðey og einnig
koma þau fram á Álfsnesi og Brimnesi.
Á þessum stöðum eru þau víðast hvar
þunn, en marka þó langt hlé á hraun-
lagaupphleðslunni.
Næsta setlag ofan Elliðavogslaganna
(neðra Elliðaáaset) liggur um 30 m ofar
í opnunni. Það kemur fram við Elliða-
árnar rétt neðan við Árbæjarstíflu (Jón
Jónsson 1960) og renna árnar þar á því á
parti en sitt hvoru megin þeirra hverfur
það inn á milli hraunlaganna. Efst er
setið fínkornótt og svart á lit en verður
grófgerðara neðar með allvænum stein-
hnullungum, allt að mannshöfuðsstór-
urrí. Þarna virðist vera um ótvírætt
jökulberg að ræða. Undirlag þess sést
ekki á staðnum. Hins vegar er til kjarna-
hola rétt norðan stiflunnar. Þar kemur
fram fersk grágrýtissyrpa. Efsti hluti
hennar er að öllum líkindum Reykja-
vikurgrágrýtið og nær það niður á 70 m
dýpi en þar verða segulskipti. Önnur
kjarnahola er við Rafmagnsstöð
Reykjavíkur við Elliðaár. Þar nær hin
ferska grágrýtissyrpa niður á rúma 40
m, en þá tekur við 10 m þykkt setlag,
sem líklega er Elliðavogssetið. Þetta
bendir eindregið til þess, að jökulbergið
sé ofar í staflanum en Elliðavogssetið.
Ofan á því liggur plagíóklas-ólívín-
dílótt basalt, sem fyrr er nefnt. Þar ofan
á, í um 70 m hæð yfir sjávarmáli, í
Breiðholti er annað setlag (efra Elliða-
áaset). Það kemur fram í gamalli grjót-
3. mynd. Jarðlagasnið, Ártúnshöfði-Breiðholtshvarf. 1) Árkvartert berg. Öfugt segul-
magnað. 2) Elliðavogsset. 3) Reykjavíkurgrágrýti. 4)Neðra Elliðaáaset. 5) Plagíóklasdílótt
hraunlag. 6) Efra Elliðaáaset. 7) Ólivínbasalt af óþekktum uppruna. 8) Arnarbælisgrágrýti.
— Geological þrofile of the strataþile in Reykjavík. I) Eoquaternary rocks. Reverse magnetisation. 2)
Elliðavogur sediments. 3) Reykjavík grey basalts. 4) Lower Elliðaár sediments. 5) Plagioclase porþhyntic
basalt layer. 6) Upper Etliðaár sediments. 7) Olivine basalts of unknown origin. 8) Arnarbœli grey
basalts.
BREIÐHOLT
114