Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 37
námu skammt vestan við vatnsveitu- brúna (Þorleifur Einarsson 1968, Ragna Karlsdóttir 1973). Það er a. m. k. V2 m á þykkt, fínt og moldarkennt efst en séndið neðar. Þarna hafa fundist kol- aðar plöntuleifar (Þorleifur Einarsson 1968). Eitt eða tvö hraunlög liggja ofan á þessu seti í Breiðholti og er annað þeirra Arnarbælisgrágrýtið. í Selási sér á setlag undir dílabasalt- inu frá Heiðmörk. Undirlag setsins sést ekki, en vera má að það sé Arnarbælis- grágrýtið. Þetta er þykkt setlag, sem líklega hefur sest til í vatni. Víða sér í bólstra og hraunæðar í setinu, sem virðast ættuð úr hrauninu sem yfir liggur. Ragna Karlsdóttir (1973) nefnir þetta set Elliðavatnsset. Hugsanlegt er, að tengja þetta set við efra Breiðholts- setið, en líklegra er, að Arnarbælisgrá- grýtið sé þarna á milli og Elliðavatns- setið því yngra. Jökulbergslagið i Setbergshamri í Hafnarfirði, sem áður hefur verið minnst á, kemur aðeins í ljós í lítilli opnu við veginn út með hamrinum. Þykkt þess og útbreiðsla er óþekkt. Yngstu ísaldarlögin á Reykjavíkur- svæðinu liggja efst í berggrunninum. Hér er um að ræða harðnað set, sem finnst allvíða á svæðinu. Frægust og mest þessara laga eru Fossvogslögin, lagskipt sjávarset með skeljum og jökul- bergi, sem finnst í sjávarbökkum við Fossvoginn, aðallega norðan megin og hefur komið fram í húsgrunnum viða um Vesturbæinn. Skeljaset af svipuðu tagi finnst einnig úti á Seltjarnarnesi og við Kópavog. Harðnaður jökulruðn- ingur finnst og allvíða efst í berggrunn- inum (sbr. Jón Jónsson 1960). Allsendis er óvíst, hvort þessi lög eru öll frá sama skeiði. ALDURJARÐLAGANNA Það fer ekki hjá því, að sú mynd sem hér hefur verið dregin upp af jarðlaga- skipaninni hafi áhrif á hefðbundnar skoðanir um aldur hinna ýmsu jarðlaga á höfuðborgarsvæðinu. Hin viðtekna skoðun, að Elliðavogssetið og mest allt grágrýtið sé frá næst síðasta hlýskeiði og Fossvogssetið sé frá síðasta hlýskeiði, er byggð á veikum rökum og það sem hér hefur verið dregið fram veikir þau enn. Aldursákvarðanir þessar eru óbeinar, því beinar aldursákvarðanir, svo sem með geislakolsaðferð eða kalíum-argon aðferð, eru mjög erfiðar og ónákvæmar á það aldursbil sem hér um ræðir. Mynd 4 sýnir hvernig má hugsa sér að innbyrðis röðun og aldur jarðlaganna sé. Myndin skýrir sig að mestu leyti sjálf. Elliðavogslögin mynda grunn sem aðrar myndanir hvila á. Þrjár miklar grá- grýtisdyngjur, Reykjavik, Mosfellsheiði og Arnarbæli, setja mestan svip á myndina, en upp að þeim og ofaná leggjast setlög, hraun og móbergsfjöll. Efst í staflanum er harðnað set, jökul- berg á Lyklafelli og Sandfelli og skelja- set í Fossvogi. Ymsum möguleikum til tenginga og aldursröðunar er haldið opnum á myndinni, t. d. þeim, að jökulbergið við Elliðaár sé frá sama tíma og jökul- bergið í Setbergshamri og móbergs- myndanirnar í Asfjalli, og jafnvel að Fossvogssetið sé hluti af þessu lagi. (Það er þó í meira lagi ótrúlegt). Annar möguleiki er sá, að tengja saman efra Elliðaáasetið og Elliðavatnssetið. Þriðji möguleikinn er að gera Mosfellsheiðar- grágrýtið og Arnarbælisgrágrýtið að einni og sömu dyngjusyrpunni o. s. frv. 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.