Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 38
4. mynd. Innbyrðis afstaða jarðlaga á höfuðborgarsvæðinu. — Schematical view of the Reykjavík stratafnle. Þótt myndin sýni ýmis vafaatriði í aldursröð og tengingum jarðlaga frá einum stað til annars, þá verður hér í lokin sett fram tilgáta um líklegustu tengingarnar og jafnframt dregnar fram meginniðurstöður þessarar rannsóknar. Elliðavogslögin og framhald þeirra allt norður á Kjalarnes marka skil milli árkvarters og síðkvarters bergs. Jafn- framt er mislægi milli þeirra og þess bergs sem undir liggur. Setlög þessi gætu verið misgömul frá einum stað til annars. Elliðavogslögin í Háubökkum eru a. m. k. einu jökulskeiði eldri en hingað til hefur verið talið. Reykja- víkurgrágrýtið er líka að sama skapi eldra. Það er ekki komið af Mosfells- heiði. Inn á milli grágrýtislaganna upp með Elliðaám eru bæði sprunguhraun og setlög þar á meðal a. m. k. eitt jökul- bergslag. Þetta jökulbergslag tengist sennilega jökulbergi í Setbergshamri og móbergsmyndunum í Ásfjalli. Grá- grýti efst í hæðunum í kring um Hafnarfjörð, Arnarbælisgrágrýtið, er að öllum líkindum ekki komið frá Mos- fellsheiði heldur dyngju sunnan og austan Hafnarfjarðar. Ofan á þetta berg leggst plagióklasdílótt sprunguhraun, sem runnið hefur út yfir þykkt vatnaset, Elliðavatnsset, i Selási. Mosfellsheiðar- grágrýtið er ekki úr Borgarhólunt kom- ið, heldur gíg sunnan þeirra. Þar hefur sennilega gosið á síðasta hlýskeiði ís- aldar. Fossvogslögin eru af mjög óræð- um aldri, geta hvort heldur sem er verið yngri eða eldri en talið hefur verið. Unt þau verður aðeins sagt, að þau eru a. nt. k. einu jökulskeiði yngri en Reykjavíkurgrágrýtið og að jökull 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.