Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 41
I. mynd. Vorstör, Carex caryophyllea Latourr. Teiknað eftir íslenskum eintökum. við grástör, Jaó hulstur hennar séu stundum gis- og stífhærð ofan til, Jjví hún hefur miklu gisstæðari og leggjuð kvenöx. Hér fer á eftir lýsing tegundarinnar, byggð á hinunt íslensku eintökum: Jarðstöngullinn með renglum, blöðin um 1.5 — 2.5 mm á breidd, allsnörp, styttri en stráið, sem er grannt, sljóstrent og að jafnaði um 15 — 28 cm á hæð. Toppaxið með eintómum karlblómum, sívalt, aflangt, um 10—13 mm á lengd. Hliðaröxin aflöng, þétt saman, oftast tvö, legglaus, að jafnaði með eintómum kvenblómum, 8—12 mm á lengd, mó- leit, stundum eru þó eitt eða tvö blómfá kvenöx til viðbótar við rætur toppaxins. Neðsta stoðblaðið oft grænt og nær upp á rnóts viö efri enda toppaxins, með 2 — 4 mm löngum slíöurfæti, en stund- um miklu styttra, sýllaga og móleitt, eins og efri stoðblöðin. Axhlífarnar ljós- brúnar, með upphleyptum nriðstreng, sem er grænn á vorin, en veröur siðar samlitur axhlífinni, og nær stundum upp fyrir hlífina og myndar þar brodd. Hulstrin ljósgræn, 2.5 — 3 mm á lengd, broddhærð, taugaber, með stuttri, mó- brúnni trjónu, oft perulaga með eins 2. mynd. Hneta (A) af vorstör, með áföstum frænum, og hulstur (B). 119

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.