Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 44
lághitavatni ræðst af uppleysanleika kalsedóns (Michard o. fl. 1979), þótt ekki sé þessi regla án undantekninga. Ellis og Wilson (1960) notfærðu sér hlutfall natríums og kalís í heitu vatni úr borholum í Wairakei á Nýja Sjálandi til þess að staðsetja aðaluppstreymis- svæði jarðhitakerfisins þar. Breytilegt hlutfall þessara efna í vatninu réðst af nokkurri útfellingu kalís samfara kælingu vatnsins. Töldu þeir, að natríum-kali hlutfallið i vatninu réðist af efnajafnvægi við feldspat í berginu og mætti nota þetta hlutfall sem efnahita- mæli. Alllöngu síðar kemur fram tillaga um kvörðun þessa efnahitamælis hjá þeim Ellis og White (sjá Truesdell 1975). Er hún byggð á samanburði á mældu hitastigi í borholum á ýmsum jarðhitasvæðum við styrk natríums og kalis í heita vatninu. Kvörðunin var sem sé byggð á reynslutölum, en ekki niður- stöðum tilrauna eins og á sér stað með kísilhitamælana. Kvörðun þeirra Ellis og White nær yfir hitabilið 100—275°C. Samsvarar hún allvel jafnvægi við albít (Na-feldspat) og míkróklín (K-feldspat) á þessu hitabili. Nákvæmur samanburður milli mælds hitastigs í borholum hér á landi og styrks natríums og kalís í vatninu gefur til kynna, að áætla megi hitastigið allnákvæmlega á hitabilinu 25 —250°C út frá natríum-kalíinnihaldi vatnsins. Samsvarar samband mælds hitastigs við natríum-kalí hlutfallið allvel jafnvægi við albít og míkróklín. Fournier og Truesdell (1973) veittu því athygli, að heitt vatn, sem inni- heldur verulega mikið af kalsíum, gefur oft „há“ og „ótrúverðug“ hitastigsgildi að því er varðar Na-K hitamælinn. Töldu þeir, að þetta stafaði af því, að kalsíum tæki þátt í því efnajafnvægi við steind eða steindir í berginu, sem annars réði innbyrðishlutfalli natríums og kalís í vatninu. Lögðu þeir til nýjan efna- hitamæli, Na-K-Ca hitamælinn. Var kvörðun hans byggð á reynslutölum, þ. e. mældu hitastigi í borholum og styrk natríums, kalís og kalsiums i bor- holuvatninu. Paces (1975) benti á, að kvörðun Fourniers og Truesdells (1973) ætti illa við um ölkelduvatn og lagði til, að fyrir slíkt vatn væri bætt við sérstökum leiðréttingarlið, sem tæki mið af styrk kolsýru í jarðhitavatninu. Kvörðun þeirra Fourniers og Trues- dells (1973) gefur kerfisbundið heldur lág gildi fyrir lághitavatn hér á landi. I þessari grein verður sýnt fram á, að Na-K hitamælirinn tekur Na-K-Ca hitamælinum ætíð fram. Ellis (1979) hefur nýlega komist að hliðstæðri niðurstöðu. Na-K og Na-K-Ca hitamælarnir virðast eiga illa við jarðhitavatn, sem streymir urn hábasískt berg. Vegna þessa hefur nýlega verið þróaður Na-K-Ca-Mg hitamælir, sem byggður er á reynslutölum og virðist alhæfður fyrir jarðhitavatn, sem rennur um berg með hverskonar efnasamsetningu (Fournier og Potter 1979). Ekki sýnist ástæða til að nota þennan efnahitamæli hér á landi. Hábasískt berg fyrirfinnst ekki á jarðhitasvæðunum og styrkur magníums í jarðhitavatni hérlendis er hverfandi miðað við hinar katjónirnar. Auk þcirra uppleystu efna, sem hér hafa verið nefnd, hefur verið reynt að nota ýmis fleiri sem efnahitamæla. XJtlit er fyrir, að hlutfall natríums og lithíums gæti reynst gagnlegt (Fouillac og Michard 1979). Sérstök áhersla hefur verið lögð á notagildi ýmissa loftteg- 122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.