Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 48
hitastig sem er og þar með hlutfallið milli óklofinnar og klofinnar kísilsýru. Með endurtekinni nálgun (iteration) má finna þetta hlutfall. Til er tölvu- forrit fyrir slíka reikninga (Stefán Arnórsson o. fl. 1980b). I Töflu 1 er sýndur samanburður á útreiknuðum kísilhita fyrir nokkrar borholur, þar sem annars vegar er stuðst við tölvu- forritið, en hins vegar við þá nálgun, sem fæst með því að leysa saman jöfnur (8) og (9) og styðjast við sýrustig, sem mælt er við ákveðið hitastig. Munurinn er jafnan lítill og ekki marktækur nema þegar suða hefur átt sér stað (Reykholt H.l, Reykjaból H.l) og fyrir vatn með sýrustig um og yfir 10 (Ólafsfjörður H.3, TAFLA1 Samanburður á útreiknuðum kisilhita (°C) fyrir valdar borholur, sem felst i því annars vegar (I) að notfæra sér mælt sýrustig við ákveðið hitastig til þess að leysa jöfnur (8) og (9) og (II) hins vegar við nákvæma tölvureikninga sem fela i sér endurtekna nálgun (iteration). Jafna (lb) í töflu II var notuð til að reikna kisilhitann. — Comftanson between calculated silica temperatures for selected wells, firstly (I) by using measured pH at a particular temperature to solve equations (8) and (9) and secondly (II) by accurate computer calcu- lations involving successive iterations. Equation (Ib) in lable II was used to calculate the silica temperature. Staður/location (I) (II) Árbær, H.l 85 84 Húsatóttir, H.3 87 86 Reykir, H.5 79 79 Seltjarnarnes, H.4 113 113 Reykholt, H.l 132 139 Reykjaból, H. 1 156 166 Sauðárkrókur, H.l 72 73 Ólafsfjörður, H.3 63 66 Dalvík, H. 10 65 68 Laugar, H.2 33 42 Dalvík H.10, Laugar H.2). Ástæðan er sú, að suða veldur breytingum á sýru- stigi og í basísku vatni er kísilsýran verulega klofin í lausn og dúar ekki lengur sýrustig vatnsins við kælingu frá kísilhita að því hitastigi, sem sýrustigið er mælt við. Þegar sýrustig fer um og yfir 10 fer að gæta áhrifa bíkarbónats i vaxandi mæli. ÁHRIF SUÐU Suðumark vatns hækkar með vax- andi þrýstingi. Þannig fer vatn, sem er 200°C að sjóða sé þrýstingur lækkaður niður fyrir 15.8 loftþyngdir, en eins og allir vita er suðumark vatns við einnar loftþyngdar þrýsting 100°C. Þegar jarðhitavatn, sem er yfir 100°C, streymir í átt til yfirborðs, fer það að sjóða, þegar þrýstingurinn, sem ákveðst af fargi vatnssúlunnar ofan á, verður lægri en gufuþrýstingurinn sem svarar til suðumarks vatnsins. Með lækkandi jDrýstingi, sem verður við frekara upp- streymi, leiðir suðan til aukinnar gufu- myndunar. Sá hluti vatnsins, sem breytist i gufu, er Jjví i beinu hlutfalli við hitastig vatnsins eins og það var áður en suða hófst. Á lághitasvæðum, Jsar sem hitastig verðurekki hærra en um 150°C, nær suða niður á nokkurra tuga metra dýpi. Á háhitasvæðum eins og í Kröflu, þar sem hitinn er 340°C eða hærri, hefst suða á meira en 2000 metra dýpi. Gufumyndun samfara suðu leiðir til þess, að styrkur þeirra uppleystu efna í vatninu, sem notuð eru sem efnahita- mælar, eykst. Verður að taka tillit til Joeirrar aukningar við útreikning á kisil- hita. I Töflu II er að finna líkingar fyrir kvars og kalsedón hitamælana (lb’, lc’ 2a’), sem taka tillit til áhrifa vegna suðu og gufumyndunar. Þessar líkingar miða 126

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.