Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 55
verður það stundum, að heita vatnið blandast köldu grunnvatni, jafnvel yfirborðsvatni. Þannig veröur borholu- og uppsprettuvatnið blanda af jarö- hitavatni og köldu vatni. Slíkt blandað vatn má oft þekkja á því, að sýrustig þess (pH) er verulega lægra en jafna 5 í Töflu II gefur til kynna og skyldi þá ntiða við kísilhitann. Svo unnt sé að gera samanburð á Na + /H + hlutfallinu við nefnda jöfnu, þarf að reikna sýrustigs- gildið með þar til gerðu tölvu- forriti (Stefán Arnórsson o. fl. 1980b). Kalt vatn inniheldur ætíð minni kísil en jarðhitavatn. Þess vegna veldur blöndun lækkun á styrk kísils, sem aftur leiðir til þess, að útreiknaður kísilhiti verður nokkru lægri en svarar til hita- stigs jarðhitavatnsins fyrir blöndun. Lækkun sýrustigsins (pH), sem verður oftast samfara blöndun, getur þó vegiö nokkuð þarna á móti. Ef styrkur kísils í kalda grunnvatninu er þekktur, sem og í blandaöa vatninu, má reikna út hitastig jarðhitavatnsins fyrir blöndun. Er þá gengið út frá því, að útfelling kísils eigi sér ekki stað sam- fara eða á eftir blöndun, né heldur að kæling með leiðni verði eftir blöndun. Utreikningurinn er best skýrður með tilvísun I línuritið á 8. mynd. Lóðrétti ásinn á línuritinu sýnir heildarstyrk uppleysts kísils, en sá lárétti varmainni- hald. Punktur 1 samsvarar syrk kísils í grunnvatni og varmainnihaldi þess, en punktur 2 santsvarandi gildum fyrir jarðhitavatn, sem í þessu tilfelli er í jafnvægi við kvars, enda fellur punkt- urinn á ferilinn, sem sýnir uppleysan- leika kvars sem fall af varmainnihaldi vatnsins. Allt vatn, sem er blanda af því heita og kalda, liggur á beinni línu, sem dregin er gegnum punkta 1 og 2. Hvar 8. mynd. Kísil-varmainnihald línurit, sem skýrir hvernig meta megi hitastig í jarðhita- kerfum, þar sem jarðhitavatniö hefur blandast köldu grunnvatni eða yfirborðs- vatni i uppstreymisrásum (sjá texta). — Silica-enthalþy diagram demonstrating how tem- þeratures in geothermal reservoirs can be eslimaled when the geotherrnal water has mixed with cold ground water or surface water in the uþflow (see text). blandaða vatnið lendir á línunni ákveðst af hluta heits og kalds vatns i blöndunni. Með því að merkja inn á línurit, eins og 8. mynd sýnir, gilcli fyrir varmainnihald og kisil I köldu og mis- blönduðu vatni úr uppsprettum má draga línu gegnum punktana og fram- lengja hana til þess að finna skurð- punktinn við kvarsferilinn. Sá skurð- punktur samsvarar varmainnihaldi jarðhitavatnsins fyrir blöndun. Dæmið að ofan gerði ráð fyrir því, að allur uppleysti kísillinn væri óklofinn (H.,SiO.(). Gildir ekki að ganga út frá því, þegar um er að ræða jarðhitavatn með sýrustig yfir 9. í slíkum tilfellum er nauðsynlegt að notfæra sér ríkjandi samband milli Na+ og H+ í jarðhita- vatni til að gera leiðréttingu vegna hins 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.