Náttúrufræðingurinn - 1981, Síða 57
klóríðinnihald er svipað og gerist í köldu
grunnvatni.
Jarðhitavatn í berggrunni viö 210°C
og í jafnvægi við kvars nær ópalmettun
við kælingu vegna suðu þegar það
verður 100°C. Styrkur kísilsins í vatninu
er þá nálægt 380 ppm. Öpal, sem er
ókristölluð kísilsteind, fellur auðveld-
lega út úr vatnslausn. Má því líta svo á,
að 210°C séu efri mörkin á notagildi
kvarshitamælisins. Leiði suða í upp-
streymisrásum til það mikillar
hækkunar á sýrustigi (pH) vatnsins, að
verulegur hluti kísilsýrunnar klofni,
hækka þessi mörk þó sem svarar til,
hversu stór hluti klofnar.
Tilraunir Morey o. fl. (1962) sýna, að
jafnvægi við kvars næst auðveldlega í
tilraunum við hitastig ofan 150°C.
Erfitt er að dæma um hraða efnahvarfa
í náttúrunni, en liklegt sýnist, að jtað
taki marga mánuði að ná jafnvægi við
kvars og kalsedón við hitastig lægri en
100°C, en einhverjar klukkustundir ef
hitastig er ofan við 250°C. Miðað við
vatnsleiöni, sem nemur 1 darcy, væri
100°C vatn um 10 mánuði á leiðinni frá
1000 metra dýpi til yfirborðs. Er þá
miðað við þrýstimun, sem nemur 10
loftþyngdum. Þessi vatnsleiöni er e. t. v.
hliðstæð þeirri, sem er i uppstreymis-
rásum á lághitasvæðum. Niðurstaðan
gefur til kynna, að ekki er að vænta
verulegra útfellinga til lækkunar á kisil-
hita, joótt rennsli sé tregt í uppstreymis-
rásum á lághitasvæðum.
Nú er mælt með þvi að nota kalse-
dónhitamælinn u]tp í 180°C, en kvars-
hitamælinn gefi sá fyrrnefndi meira cn
180°C. Þetta hefur í för með sér, að
kísilhiti á bilinu 180—200°C er ekki til.
Frekari rannsókna er þörf á uppleysan-
leika kalsedóns á þessu hitabili og á
sambandi rnilli hitastigs í borholum og
styrks kísils i holuvatninu, áður en unnt
veröur að fyila upp í þessa eyðu.
Ekki má útiloka þann möguleika, að
kerfisbundið frávik kísilhita frá mældu
hitastigi sé til staöar á vissum jarðhita-
svæðum umfram meðalfrávik það, sem
gefið var upp í Töflu III. Þannig sýna
þau tvö sýni, sent valin voru úr borhol-
um á Reykjasvæðinu i Mosfellssveit,
nokkru lægri kisilhita en mælist i hol-
unum. Gæti slikt frávik orsakast af gerð
þess kalsedóns, sem uppleysti kisillinn er
i jafnvægi við. Nauðsynlegt er að vera
opinn fyrir slíkum kerfisbundnum frá-
vikurn og bera ætíö vandlega saman
mæld hitastig í borholum við kísilhita á
þeim svæðum, sem eru í rannsókn
hverju sinni.
Miðað við kísilhitamælinn er Na-K
hitamælirinn varhugaverðari við lág
hitastig, þar sem enn erfiðara er að ná
efnajafnvægi við feldspat en kalsedón.
Fyrir ofan 200°C er Na-K hitamælirinn
áreiðanlegri en kvarshitamælirinn
vegna meiri tregðu til aö endurnýja
jafnvægi samfara kælingu og á það sér-
staklega við, þegar vatnið er verulega
salt.
Það likan, sem ætíð er gengið út frá
við notkun efnahitamælanna, er að eitt
hitastig riki i berggrunni fyrir það vatn,
sem efnahitamælunum er beitt á. Þetta
þarf auðvitað ekki að vera svo. Um
misheitt vatn getur verið aö ræða og
hvort sem er endurnýjun, eða ekki, á
efnajafnvægjum eftir blöndun. Sem
dæmi má taka, að 50° og 100°C heitt
vatn, sem upphaflega var í jafnvægi,
blandaðist í jöfnum hlutföllum, en selta
jress, jt. e. natríum styrkur, var hin
sama. Reiknað Na-K hitastig gæfi 79°C,
en raunverulegt hitastig jæssa vatns
135