Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 58
væri mjög nálægt 75°C. Na-K hita- mælirinn „sér“ jrví ekki blönduð kcrfi af |rví tagi, sem hér er nefnt. Sama er að segja um kísilhitamælinn. Efnahita- mælarnir gæfu því sæmilcga nákvæm- lega til kynna hitaástandið í blandaða kerfinu. Vatn, sem fengist með borun, gæti hins vegar verið úr kaldara kerfinu, eða jafnvel því heitara — í báðum tilfellum með hitastigi verulega frá- brugðnu því, sem efnahitamælarnir hefðu gefið til kynna. UMRÆÐA Jarðefnafræðileg túlkun, sem felur i sér mat á hitastigi í jarðhitakerfum með notkun efnahitamælanna, má ekki fela í sér ógagnrýna notkun líkinganna i Töflu II. Ógcrlegt er að veita alhæfð ráð eða reglur um vinnubrögð. Hvert jarðhita- svæði hefur sín jarðefnafræðilegu ein- kenni og veröur túlkun að taka mið af því, sem og jaröfræðilegri byggingu svæðisins. Hér skal aðeins bent á eitt atriði, sem gagnlegt er sem bakhjarl fyrir túlkun á niðurstöðum efnahita- mæla. Eins og kemur fram hjá Stefáni Arnórssyni o. fl. (1980a) eru það fáar óháðar breytistæröir, sem ráða styrk og virkni allra aðalefna í jarðhitavatni. Til er sérstakt tölvuforrit til að reikna virkni allra aöalefnanna (Stefán Arnórsson o. fl. 1980b). Ástæða er til að fram- kvæma slíka reikninga á vatni því, sem rannsakað er, og sjá hvort styrkur ein- stakra efna og katjónahlutfalla svari til þeirra sambanda, sem gefin eru upp á 3. og 4. mynd hjá Stefáni Arnórssyni o. fl. (1980a), og skal þá miða reikning- ana við kísilhita eða Na-K hita. Ef samanburður er lélegur ber að athuga sérstaklega, hvort hann megi túlka með blöndun, efnahvörfum samfara kælingu og suðu í uppstreymisrásum, eða því, að efnajafnvægi ríki ekki fyrir ýmis eða öll hinna uppleystu efna í vatninu, þar á meðal efnahitamælana. ÞAKKARORÐ Grein þessi er byggð á gögnum, sem fengust við alhliða rannsókn á aðal- efnum i jarðhitavatni á Islandi. Vís- indasjóður veitti styrk til þessara rann- sókna. Einari Gunnlaugssyni þakka ég samvinnu við þetta verkefni og þeim Kristínu Völu Ragnarsdóttur og Fróða Hjaltasyni fyrir framlag þeirra við efnagreiningar, og Orkustofnun fyrir að annast teikningu mynda. HEIMILDIR Arnórsson, Stefán. 1970. Undcrground tem- peratures in hydrothermal areas in Ice- land as deduced from the silica content of thc thermal water. Geothermics, sp. issue, 2: 536—541. — 1975. Application of the silica geo- thermometer in low-temperature hydro- thermal areas in Iceland. Amer. J. Sci. 275: 763—784. — 1979. Hydrochemistry in geothermal in- vestigations in Iceland: Techniques and applications. Nordic Hydrology 10: 191-224. — Einar Gunnlaugsson og Hörður Svavarsson. 1980a. Uppleyst efni í jarðhitavatni og ummyndun. Náttúrufræðingurinn 50: 3.—4. hefti. — Sven Sigurðsson og Hörður Svavarsson. 1980b. The chemistry of Icelandic geothermal waters. I. Calculation of the water chemistry. I undirbúningi. Böðvarsson, Gunnar og Guðmundur Pálmason. 1961. Exploration of subsurface tem- peratures in Iceland. U.N. Conference on New Sources of Energy, Róm, grein G/24. 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.