Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 62
Fig. 1. Ranunculus auricomus L. ssp. islandicus Fagerstr. & Kvist. Flolotypus til vinstri. — Foto Boris Fagerström. Þessi nýja deiltegund okkar vex eink- um (samkvæmt grasasafnsmerkimiðum og bréfi frá Eyþóri Einarssyni 6. mars 1975) í lausum og smágrýttum þurrum skriðum í bröttum suðurhlíðum, eða á lítt grónum melum, og jafnvel í gras- og lynglautum eins og í Svínárdal í 225 m hæð yfir sjávarmáli (sbr. Eyþór Einars- son 1964). Hærra til fjalla (eintök frá 670—680 m hæð) verður plantan lág- vaxnari og blaðfliparnir mjórri. Flest eintökin koma, eins og Papaver radicatum, Alchemilla faeroensis og Saxi- fraga Aizoon, frá fjöllum á austurströnd Islands, sem gætu hafa staðið upp úr jöklum ísaldarinnar (Steindór Stein- dórsson 1962, 1963) á Austfjarðasvæð- inu, en það hefur Steindór Steindórsson (1962, 1963) auðkennt sem nr. IV og telur eitt þeirra svæða sem hafa verið íslaus á síðasta kuldaskeiði ísaldar (sjá Steindór Steindórsson 1962). Áskell Löve (1970) telur R. auricomus coll. sjaldgæfa á SV-, NA-, A- og SA-landi. Við höfum rannsakað eintök frá nokkrum stöðum á íslandi (R = eintök i 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.