Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7
Jón Jónsson: Þáttur um jarðfræði Eyjafjalla INNGANGUR Eyjafjöll nefnist einu nafni fjalllendi það hið mikla, sem nær frá Markar- fljótsaurum til Fúlaiækjar. Það af því, sem er ofan við 850 m hæðarlínu má, að Fimmvörðuhálsi undanskildum, heita jökli hulið. Stefna þessa fjalla- klasa er sem næst frá vestri til austurs. Hann fer lækkandi í báðar áttir út frá hátindi Eyjafjallajökuls, Goðasteini, sem nær upp í 1666 m hæð yfir sjó. Að austan tengist þetta fjalllendi Mýr- dalsjökli. Almennt er nú litið á þessi fjöll, jarðfræðilega séð, sem það er nefnt hefur verið megineldstöð á ís- lensku, en á erlendum málum central volcano. Ljóst er að sú eldstöð er enn virk, því gos hafa orðið í Eyjafjalla- jökli á sögulegum tíma. Margt jarð- fræðilega forvitnilegt er að sjá undir Eyjafjöllum, bæði hvað við kemur bergfræði og eins því er jarðsögu svæð- isins við kemur. Ankaramít mun, það ég best veit, hér á Iandi fyrst hafa fundist undir Eyjafjöllum. Þekktasti staðurinn er Hvammsmúli, en um hann skrifaði Sigurður Steinþórsson (1964) gagnmerka ritgerð. Þessi berg- tegund hefur nú fundist næsta víða á þessu svæði bæði sem forn hraun, inn- skotsberg og í lausum steinum víðs vegar. Ekki verður það rakið í heild í þessari grein, en nefna má greinarstúf í tímaritinu Útivist (Jón Jónsson 1983). FORN ELDSTÖÐ Austan við Steinafjall opnast dalir tveir, sem skerast langt inn í hálendið. Vestri dalurinn mun að jafnaði kennd- ur við Núpakot, en sá eystri við Laugará. Milli þeirra er lágur háls, sem endar að sunnan í Lambafelli. Austan eystri dalsins gengur fram ris- mikið fjall, sem Rauðafell heitir sam- kvæmt því, sem á kortum stendur, en raunar eru þar tvö nöfn og annað innan sviga, og er það Rauðarfell. Um nöfn þessi hef ég að sjálfsögðu ekkert að segja, en nota það, sem virðist talið það rétta. Skal nú vikið að nokkru því, sem fyrir augu ber í eystri dalnum. Það var hinn 13. september 1979 að ég var á leið niður fjallið vestan Laugarár, en hafði gengið upp að jökulrótum. Áin kemur undan mjórri skriðjökultungu, sem hangir niður í þröngan gljúfradal. Fyrrum hefur sá jökull verið stærri og náð hátt upp í hlíðina austan megin, sem sjá má af jaðarurðum, sem hann hefur þar skilið eftir. Nú virðist hann aftur vera að færast í aukana, og er komin há og brött bunga á hann rétt fremst, svo brött og há að manni sýnist að jök- ullinn geti þá og þegar steypst fram yfir sig og niður í gljúfrið. Jökultungan endaði í um 750 m hæð 1979. Niður eftir gilvanganum að austan hefur jök- ullinn sópað öllu lauslegu burt, svo þar sér í nakið berg. Kemur í ljós að það Náttúrufræðingurinn 55(1), bls. 1-8, 1985 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.