Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 8
1. mynd. Heitt vatn, 64°C kemur út úr klettaveggnum í gljúfri Laugarár norðan við
sundlaug. — Thermal water 64°C issues from the wall of the Laugará canyon.
stingur mjög í stúf viö þaö, sein ég
hafði áður séö á þessu svæði. Mátti
þegar af því ráöa að þar væri um að
ræða verulega eldri bergmyndanir, en
vestan gilsins hyljast þær yngri mynd-
unum bæði hraununum og jökulurð-
um. Það sem svo einkennir þessa
myndun er að hún er gegnumofin af
göngum og æðum, sem stefna, að því
er virðist við fyrstu sýn, í ýmsar áttir
og að bergið milli þeirra er mjög um-
myndað. Þetta gamla berg virðist aðal-
lega vera basaltískt andesít. Það skal
þó tekið fram að lítið hefur enn verið
reynt að skyggnast inn í bergfræði
þessa svæðis. Ljóst er að austan við
gljúfur Laugarár er þessi myndun ráð-
andi á umtalsverðu svæði, og skal nú
að því vikið.
Fyrir botni dals þess, sem áður er
getið og sem verður milli Rauðafells
að austan og Lambafells að vestan
myndar fjallið íhvolfa hlíð, sem minnir
á hluta af risavöxnu hringleikahúsi (1.
mynd). Inn í þá hlíð vestanverða eru
skorin þröng og hrikaleg gljúfur, sem
sameinast í eitt fremst og þar fellur
Laugará fram. Vestan við hana kemur
heitt vatn á nokkrum stöðum út úr
hömrunum og fellur niður í ána (2.
mynd). Framar koma margar lindir
víðs vegar út úr berginu og við þær
hefur sundlaugin verið byggð. í grasi
gróinni hlíð um 40 m ofan við gilbotn-
inn kemur heitt vatn fram. Mestur
hiti, sem mælst hefur á þessu svæði er
64°C, en samanlagt rennsli er áætlað
6-8 1/sek. Mikill fjöldi ganga er á
þessu svæði og berglög þau í dalstafn-
inum, sem neðan úr dalnum séð eru
Iíkust því að vera hraunlög, reynast
flest vera hallandi eða liggjandi
gangar. Jafnframt er bergið verulega
ummyndað, holufyllt og síðast en ekki
2