Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 10
3. mynd. Tekið sýni af heitu vatni í Innra-Tungugili. - Sampling thermal water in
Innra-Tungugil.
Kaldaklifsá er jarðhiti við gljúfurbotn.
Þar mældi Einar Gunnlaugsson jarð-
fræðingur 80°C hita þann 27. ágúst
1980 (2. mynd). Heitt vatn kemur
fram báðum megin árinnar, sem þarna
rennur þröngt, og vafalaust kemur það
líka upp í ánni. Ekki verður því í það
ráðið hvað mikið vatnsmagn þarna
kemur upp. Lítil þverskora er í vestri
gljúfurbarminn ofan við þennan stað
og þar er hverahrúður. Þarna gæti ver-
ið um sprungu að ræða.
Nokkru innan við þennan stað
ganga tvö gljúfragil vestan frá niður í
Gilið. Þau heita Innra- og Fremra-
Tungugil. Hvort um sig er um 100 m
djúpt og ekki getur talist greiðfært um
þau. í Innra-Tungugili er jarðhiti á
tveim stöðum a.m.k. Annar staðurinn
er í urð á botni gilsins alveg við læk-
inn, sem eftir því rennur. Þar mældist
66°C hiti en rennsli er örðugt að áætla
þar eð þetta kemur upp í stórgrýtisurð
(3. mynd) og kaldur lækurinn rétt hjá.
Neðar í gilinu fossar heitt vatn út úr
þverhníptum hamrinum hátt uppi.
Þangað er aðeins fuglinum fljúgandi
fært. í tungunni milli giljanna ber tals-
vert á kalkmolum í jökulurðinni. Ofar
í giljunum er mikil ummyndun og þar
er bergið gegnumofið af göngum. I
hraunbrík gegnt Hólatungugili er
bergið öfugt segulmagnað og eins er
við Tungugil, en innskot niðri við Gil-
ið er hins vegar rétt segulmagnað,
sama er að segja um þá ganga, sem
mældir voru á þessu svæði.
Af því sem hér hefur verið tekið
saman er dregin sú ályktun að þarna sé
um að ræða gamla megineldstöð eða
elsta hluta þeirrar megineldstöðvar,
sem enn er virk og heitir Eyjafjalla-
jökull. Sú eldstöð eða þessi hluti
þeirrar eldstöðvar er, samkvæmt nið-
urstöðum af segulmælingum meira en
0,7 milljón ára, en hversu mikið eldri
hún kann að vera er, eins og áður
segir, ekki vitað. Sé ég ekkert því til
4