Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 12
sem nú er það mikið rofin að elstu Iilutar hennar eru komnir fram í dags- ljósið. Það þýðir að hér hefur eld- virkni varað í meira en 0,7 milljónir ára. Guðmundur Kjartansson (1970) læt- ur fyrstur manna að því liggja að Eyja- fjöll muni vera eldri en meginhluti mó- bergsmyndunarinnar. Þær athuganir, sem síðar hafa veriö gerðar staðfesta þetta álit Guðmundar. Það er athyglis- vert að jarðhitinn er tengdur þeim bergmyndunum, sem elstar eru á þessu svæði, en hans verður ekki vart í yngri myndunum. Þetta leiðir hugann að því hvort ekki geti verið von um nýtanlegan jarðhita víðar, þar sem eldri berglög eru á hóflegu dýpi. Ég hef áður (Jón Jónsson 1981) haldið því fram að lághitann (laugar og hveri) megi skýra sem gömul grunnvatnskerfi, sem sökum mikillar upphleðslu gosefna væru komin svo djúpt í jörðu að vatnið væri orðið heitt og að þannig færi væntanlega í fjar- lægri framtíð með þau grunnvatns- kerfi, sem nú gefa okkur gott neyslu- vatn. Fleiri hafa komist að sömu nið- urstöðum óháð mínum bollalegg- ingum. Samkvæmt þessu þurfum við að ná niður í gömul grunnvatnskerfi til þess að hafa von um nýtanlegan jarð- hita. Aö sjálfsögðu er þessi hugmynd hér mikið einfölduö. Þannig verður að gera ráð fyrir að gangar og innskotslög hafi þarna veruleg áhrif í þá átt að hækka hitann í þeim berglögum, sem slíkar myndanir ná til. Jafnframt hlýtur slíkt að hafa áhrif á efnafræði vatnsins. I Vestmannaeyjum var á sín- um tíma boruð 1565 m djúp hola með það fyrir augum að fá úr því skorið hvort hugsanlegt væri að ná þar í vatn, sem nothæft væri sem neysluvatn. Ekki var svo, en hitinn á botni holunn- ar reyndist 85°C og vatnið innihalda 98 ppm (mg/1) Si02, en það hefði, að ég held, yfirleitt talist sæmilega jarðhita- legt. Hvað hefði skeð, ef boraðir hefðu verið 500-600 m í viðbót? Spurning sú er opin og ekki verður reynt að svara henni hér. Hitt þykir mér ekki ólíklegt að við það hefðu fengist verðmætar upplýsingar, sem ennþá vantar. Eins og lesandanum sjálfsagt er ljóst, og þessi grein ber með sér, er hún byggð á frumathugunum. Mikið er ógert, þar á meðal eitt af því sem verulegu máli skiptir, en það er að finna mót þeirra berglaga, sem hafa ólíka segulstefnu og finna aldur þeirra. Kortið (4. mynd) sýnir þessi mót að- eins í mjög grófum dráttum eftir því sem nú er vitað. Mikill fengur væri í því að fá þessi mót aldursgreind. Svo virðist sem þrjú, e.t.v. fjögur jökul- bergslög komi fyrir á þessu svæði. Þeirra elst er væntanlega það sem er næst ofan við efsta öfugt segulmagn- aða lagið. Jökulberg blasir við vegfar- endum skammt vestan við Hvamm. Það er Hafurshóll, en áður lá vegurinn gegnum sundið sem liggur gegnum hann. Líklegt sýnist aö það jökulberg sé allgamalt því gangur er gegnum það vestanvert. HEIMILDIR Guðmundur Kjartansson. 1970. Úr sögu berggrunns og landslags á Miðsuður- landi. - Suðri II. Útg. Bjarni Bjarna- son Laugarvatni: bls. 12—98. Jón Jónsson. 1983. Eyjafjallapistlar. Útivist, ársrit: 81-96. Jón Jónsson. 1981. Jarðhitinn. — Náttúra íslands: 191-192, Almenna Bókafé- lagið, Reykjavík. Sigurður Steinþórsson. 1964. The ankara- mites of Hvammsmúli, Eyjafjöll, Southern Iceland. — Acta Naturalia Is- landica II, 4. Reykjavík. 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.