Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 20
er bara sá, að mælingarnar hafa verið býsna sundurleitar og því ekki að undra þótt vísindamenn tækju þeim með varúð. Segja má að hugarfarsbreyting hafi orðið árið 1973, en þá tókst hópi bandarískra vísindamanna að mæla sams konar breytingar á undan skjálft- um í New York (Aggarwal og fleiri 1973) og sovéskir vísindamenn höfðu fengið fáum árum áður fyrir skjálfta í Garm héraði í Mið-Asíu (Semenov 1969). Rannsóknirnar voru í því fólgn- ar, að mælt var hversu hratt jarð- skjálftabylgjur berast um jarðskorp- una á skjálftasvæðunum. Þegar jarðskjálfti verður, berast bylgjur frá upptökum hans líkt og öldur á vatni þegar steini er kastað í það. Bylgjurnar berast með ákveðnum hraða, sem fer eftir eiginleikum og ástandi efnisins senr þær berast um. Frá skjálftaupptökum berast tvær teg- undir af bylgjum, svokallaðar P-bylgj- ur og S-bylgjur. P-bylgjan er þrýsti- bylgja sem getur borist í gegnum fast efni, vökva og loft. Ef P-bylgja er af nægilega hárri tíðni, skynja eyru okkar hana sem hljóð. Margir kannast til dæmis við þytinn sem oft heyrist með jarðskjálftum. S-bylgjan getur hins vegar einungis borist um fast efni. Þeg- ar S-bylgjan fer um, svignar efnið, en þrýstingur þess breytist ekki. Hraði P- bylgjunnar er meiri en S-bylgjunnar, og í venjulegu, föstu efni er hraðahlut- fallið, það er tala sem fæst ef S-bylgju- hraðanum er deilt upp í P-bylgjuhrað- ann, nálægt 1,75. Ef lítill jarðskjálfti verður á svæði þar sem nokkrir hæfi- lega dreifðir jarðskjálftamælar eru, má tiltölulega auðveldlega ákvarða hraðahlutfallið, jafnvel þó nokkrum erfiðleikum sé háð að ákvarða hraðana sjálfa. Sovésku vísindamennirnir höfðu notað marga minni háttar skjálfta í Garm til þess að ákvarða hraða- hlutfallið í jarðskorpunni og höfðu komist að því að það breyttist á reglu- bundinn hátt á undan stærstu jarð- skjálftunum. Nokkrum vikum fyrir skjálftana lækkaði hlutfallið, stundum niður í allt að 1,50, en skömmu áður en aðalkippurinn kom hækkaði það aftur upp í venjulegt gildi. Þegar langdregin skjálftahrina hófst í Adirondacks-fjöllum í New York árið 1971, var tækifærið notað til að kanna hvort hægt væri að fá sams kon- ar niðurstöður þar. Tilraunin tókst vel, (sjá 2. mynd), og nú var einnig hægt að ganga úr skugga um, að tím- inn sem leið frá því að hlutfallið lækk- aði og þangað til það hækkaði aftur, stóð í beinu sambandi við stærð skjálftans sem á eftir fór. Þetta var næstum of gott til að geta verið rétt. Ef hægt væri að beita þessari aðferð á öllum skjálftasvæðum, væri ekki ein- ungis hægt að gefa út langtíma- og skammtímaviðvörun um yfirvofandi skjálfta, heldur væri einnig hægt að gefa upp stærð hans. Þetta var raunar gert í Adirondacks með góðum ár- angri, en þar sem skjálftarnir voru allir litlir, hafði þetta fyrst og fremst fræði- lega þýðingu. En gildi þessarar upp- götvunar var ekki einungis fólgið í notkun aðferðarinnar sjálfrar, heldur miklu fremur í því að hún varð kveikja að frekari mælingum og rannsóknum. Nú voru menn almennt sannfærðir um að mælanlegar breytingar yrðu á und- an jarðskjálftum. Það lá því beint við að leita skýringa, gera sér einhvers konar líkan af hegðun jarðskorpunnar og athuga hvort mætti nota það til að skýra önnur fyrirbrigði. Einn úr hópi bandarísku vísinda- mannanna hafði umfangsmikla reynslu í mælingum á ýmsurn eiginleikum bergs, meðal annars hvernig berg bregst við álagi. Bergsýni er þá tekið 14

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.