Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 23
3. mynd. Kort af norðaustur
hluta Kína. Sýnd eru helstu
skjálftamisgengi og upptök
stærstu jarðskjálfta síðan 1966.
Tölur gefa til kynna stærð á
Richterskvarða og ártal. Úr
grein eftir B. Raleigh o.fl.
(1977). - Mup of NE-China,
showing major faults and the
largest earthquak.es since 1966.
Year of occurence and magni-
tude are shown. From Raleigh
et al. (1977).
brunnum og borholum, um hegðun
dýra og fleira.
Um mitt ár 1974 voru þessar mæl-
ingar farnar að skila verulegum ár-
angri og var þá spáin tekin til endur-
skoðunar. Fundist höfðu virk mis-
gengi, stór svæði höfðu Iyfst frá því að
mælingar voru síðast gerðar, og halla-
breytingar virtust fara vaxandi. Jarð-
skjálftavirkni óx merkjanlega fyrstu 5
mánuði ársins 1974 miðað við fyrri ár,
og á segulsviðinu mældust breytingar
sem rekja mátti til breytinga í jarð-
skorpunni.
Á fundi sem haldinn var í júní 1974
var ályktað, að líklega yrði skjálftinn á
næstu 1-2 áruin, og var stærðin áætl-
uð 5-6 stig á Richterskvarða. Hugsan-
legt upptakasvæði var einnig þrengt.
Á þessu stigi var hafist handa við að
dreifa upplýsingum til almennings í
héraðinu um eðli jarðskjálfta, jarð-
skjálftahættu og almannavarnir. Einn-
ig voru mælingar og athuganir stór-
auknar.
í desember 1974 bárust tilkynningar
um breytingar á vatni í brunnum og
radoni á nokkrum stöðum, og 22. des-
ember varð jarðskjálftahrina nálægt
útjaðri svæðisins. Þessir atburðir urðu
til þess að enn var hert á viðbúnaði, og
voru gerðar ráðstafanir til að koma
upplýsingum til allra fjölskyldna á
svæðinu. Tilkynningum um óeðlilega
hegðun dýra, og breytingar á vatns-
borði, radoni og rafstraumum í jörð-
inni fjölgaði mjög í lok ársins, og á
fundi jarðskjálftafræðinga 13. janúar
1975 var spáin enn endurskoðuð og
hljóðaði nú upp á jarðskjálfta að stærð
5,5—6 á fyrstu 6 mánuðum ársins
1975.
Þegar hér var komið sögu má því
segja að almenningur og vísindamenn
hafi almennt verið undir jarðskjálfta
búnir, og einungis hafi verið beðið
eftir nánari vísbendingum um hvenær
hann yrði. Þessar vísbendingar komu
fyrstu daga febrúarmánaðar, og er
ekki vafi á því að þar hafa forskjálftar
vegið þyngst. Skjálftarnir hófust 1.
febrúar, en jukust fyrst að ráði að
kvöldi 3. febrúar og náðu hámarki
fyrir hádegi næsta dag með skjálfta að
stærð 4,8. Næstu klukkustundirnar var
aftur tiltölulega kyrrt, og virðist sem
þessi kyrrð hafi verið tekin sem loka-
viðvörun um stóran skjálfta. Það mun
vera byggt á reynslu frá fyrri skjálftum
í Kína.
En það voru einnig önnur teikn á
lofti þessa fyrstu daga febrúar. Einn af
17