Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 27
staðar liggja flekamótin því sem næst hornrétt á hreyfingarstefnu flekanna. Þar á sér stað gliðnun í jarðskorpunni, gjár myndast og eldgos eru tíð, en jarðskjálftar verða aldrei mjög stórir. Gott dæmi um slíka virkni er umbrotin sem gengið hafa yfir í Þingeyjarsýslum á síðustu árum. Annars staðar hafa flekamótin sömu stefnu og hreyfingin. Þar núast flekajaðrarnir saman án þess að gliðnun eigi sér stað. Á þessum svæðum eru eldgos sjaldgæf, en jarð- skjálftar geta orðið miklir. Á íslandi eru tvö slík svæði, annað við norður- ströndina, en hitt á Suðurlandsundir- lendi. Á báðum svæðurn hafa orðið skjálftar á þessari öld, sem mælst hafa 7 stig á Richterskvarða; á Rangár- völlum 1912 og fyrir mynni Skaga- fjarðar 1963. í skjálftanum á Rangár- völlum varð mikið tjón, en Skaga- fjarðarskjálftinn olli litlu tjóni, enda voru upptök hans nokkuð undan ströndinni. Af sömu ástæðu hafa skjálftar á Norðurlandi yfirleitt valdið litlu tjóni, ef frá eru taldir skjálftarnir á Húsavík 1872 og Dalvík 1934. Öðru máli gegnir um Suðurland. Þar liggur skjálftabeltið um byggð hér- uð frá Ölfusi í vestri til Rangárvalla í austri. Frá því að land byggðist er vitað um að skjálftar hafi a.m.k. 33 sinnum valdið umtalsverðu tjóni á þessu svæði (sjá töflu I). Er þá örugg- lega nokkuð vantalið, því heimildir eru gloppóttar, einkum uin fyrstu tvær aldir byggðar í landinu og um fimmt- ándu öld. Síðustu meiri háttar jarð- skjálftar urðu 1896 og 1912, en síðan hafa lífshættir allir, meðal annars húsagerð, gjörbreyst. Á skjálftasvæð- inu og í næsta nágrenni þess, hafa þorp, kaupstaðir og virkjanir risið, og erfitt er að gera sér grein fyrir því hver áhrif jarðskjálfti kann að hafa á það mannlíf sem nú hrærist á Suðurlandi. Það væri þó skref í áttina, ef hægt væri að átta sig á því hvers konar atburð við eigum yfir höfði okkar og helst, hve- nær megi búast við honum. í þessu skyni skulum við skyggnast í heimildir um fyrri skjálfta. Langbestar eru heimildirnar urn skjálftana 1896, en afleiðingar þeirra kannaði Þorvaldur Thoroddsen og skrifaði um í bók sinni um landskjálfta á Suðurlandi (Þorvaldur Thoroddsen 1899). Skjálftarnir hófust 26. ágúst með miklum kipp sem átti upptök í Landssveit. Þar varð mikið tjón, sem og í nærliggjandi sveitum. Morguninn eftir kom á sömu slóðum annar kipp- ur, að því er virðist jafnmikill, og bætti hann við tjónið sem orðið var. Miklar sprungur mynduðust í þessurn skjálft- um, og má enn sjá þær við bæina Lækjarbotna og Flagbjarnarholt (Flagveltu). En þar með var skjálftun- um ekki lokið, því níu dögum síðar urðu enn miklir skjálftar, og nú vestar á svæðinu. Skjálftarnir virðast hafa verið tveir með stuttu millibili. Annar átti upptök á Skeiðum, og mynduðust þá sprungur og gjár sem enn má sjá við bæina Kálfhól, Kílhraun, Borgar- kot og Arakot. Hinn kippurinn átti upptök við Selfoss, og gjörféllu þá allir bæir þar í nágrenni. Daginn eftir varð enn skjálfti og féllu þá bæir í Ölfusi. Eftir þetta dró úr skjálftum, og ekki er getið um að tjón hafi orðið eftir 10. september. Stærð skjálftanna verðum við að meta óbeint, enda voru jarðskjálfta- mælingar í heiminum ófullkomnar. Með því að bera saman tjónasvæði skjálftanna 1896 og 1912 má álykta að kippirnir 26. og 27. ágúst hafi verið um 7 stig á Richterskvarða, en kipp- irnir á Skeiðum, við Selfoss og í Ölfusi nokkru minni, ef til vill 6-6,5 stig (Sveinbjörn Björnsson og Páll Einars- son 1981). Nú vaknar sú spurning, hvort þessir 21

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.