Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 29
5. mynd. Jarðskjálftasvæðið á Suðurlandsundirlendi, skjálftamælar, þenslumælar, radon-
mælistaðir og fjarlægðarmælingar sem gerðar höfðu verið 1983. Sýnd eru helstu sprungu-
kerfi, sem þekkt eru og líklegt er að tengd séu jarðskjálftum á síðustu árþúsundum.
Sprungur eru teiknaðar eftir grein Páls Einarssonar og Jóns Eiríkssonar (1982),
jarðfræðikorti Hauks Jóhannessonar o.fl. (1982), óbirtu sprungukorti Helga Torfasonar
og eigin athugunum. — The South lceland Seismic Zone, location of seismographs,
volumetric strainmeters, radon sampling stations and geodimeter distance measurements.
Fracture and fracture systems thought to be associated with recent earthquak.es are shown,
compiled from Einarsson and Eiríksson (1982), Jóhannesson et al. (1982), and unpubl-
ished map by Helgi Torfason and the present author’s observations.
en hér voru taldir (sjá töflu I). Þessa
skjálfta virðist mega flokka í tvennt.
Annars vegar eru skjálftar með upp-
tök austast á svæðinu, þ.e. á Rangár-
völlunr, hins vegar eru skjálftar eða
skjálftahrinur vestast í Ölfusi. I fyrri
flokknum eru skjálftarnir 1912, 1829,
1726 og 1581, en í seinni flokknum
mætti telja skjálfta 1789, 1766, 1752,
1706, 1671, 1597, 1546 og 1370. Þegar
þessir skjálftar leggjast við stóru
skjálftahviðurnar, er ekki að undra
þótt Ölfus og Rangárvellir hafi verið
taldir mestu jarðskjálftasveitir lands-
ins.
En hversu stórir geta Suðurlands-
skjálftar orðið? Stærð jarðskjálfta er
fundin frá útslagi sem hann veldur á
jarðskjálftamælum, og jarðskjálfta-
mælingar hófust ekki fyrir alvöru í
heiminum fyrr en upp úr síðustu alda-
mótum. Jarðskjálftinn á Rangár-
völlum 1912 er því eini stóri skjálftinn
sem mældur hefur verið, og var stærð
hans 7 á Richterskvarða. Stærð ann-
arra skjálfta verðum við að finna eftir
krókaleiðum. Aður var þess getið að
stærstu kippirnir 1896 hafi verið álíka
miklir og skjálftinn 1912. Sú nið-
urstaða er fengin með því að bera
23