Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 30
saman tjónasvæði þeirra. Stærsti kipp-
urinn 1784 telst vera nokkru stærri, ef
sömu aðferð er beitt, gæti hafa verið
7,1-7,5 stig (Eysteinn Tryggvason
1973; Ragnar Stefánsson 1979). Heirn-
ildir um aðra skjálfta eru ekki nógu
góðar til að lengra verði farið á þessari
braut.
En skjálftarnir höfðu fleira í för
nteð sér en tjón á húsunt. I nokkrum
heimildum er getið um að sprungur og
gjárhafi myndast í skjálftum, stundum
svo miklar að reiðgötur urðu ófærar.
Best eru þekktar sprungurnar sem
mynduðust í skjálftunum 1912 og
1896, en það eru engan veginn einu
sprungurnar sem finna má. A skjálfta-
svæði Suðurlands úir og grúir af
sprungum (sjá 5. mynd) og eru sumar
þeirra talsvert tilkomumeiri en þær
sem mynduðust 1912 og 1896. Ekkert
bendir því til að fyrri skjálftar hafi
verið minni.
Könnun á sprungunum hefur leitt í
Ijós, að þær raða sér í aflöng kerfi, sem
yfirleitt stefna í norður og suður (Páll
Einarsson og Jón Eiríksson 1982). Þær
gefa væntanlega til kynna legu mis-
gengisins sem skjálftanum olli. Þetta
hefur mikla þýðingu, þegar stærð
skjálftans er metin, því ef lengd mis-
gengisins er þekkt og hægt er að sjá
hversu mikið barmar þess hafa
hreyfst, má reikna út stærð skjálftans.
Svo vel vill til, að á einunt stað má sjá
slíka misgengishreyfingu. í landi Lun-
ansholts í Landssveit hefur hlaðinn
garður hliðrast um 80 cm þar sem
hann liggur yfir sprungurnar frá jarð-
skjálftunum 1896. Samkvæmt því ætti
stærð jarðskjálftans að hafa verið um
6,3 stig á Richterskvarða. Pess er þó
að geta að þetta er líklega lágmarks-
stærð. Sprungurnar eru víðast miklu
stærri en við Lunansholt og meðaltil-
færslan því líklega meiri en 80 cm.
Miðað við það að hér er verið að beita
óbeinum aðferðum við að ákvarða
stærð, verður samræmið að teljast
nokkuð gott.
Til samanburðar má líta til annarra
skjálftasvæða þar sem jarðskorpu-
hreyfingar eru með líkum hætti og á
Suðurlandi. Nærtækust eru þá sprung-
usvæðin við Jan Mayen og annað
sprungusvæði sem er í Atlantshafi um
1200 km l’yrir sunnan ísland, Charlie-
Gibbs sprungusvæðið (sjá 4. mynd). Á
báðum þessum svæðum hafa orðið á
síðasta áratug skjálftar allt að 7 stigum
á Richterskvarða. Allt ber því að santa
brunni hvað stærð stærstu skjálfta á
Suðurlandi varðar, þeir eru varla
minni en 6,3 stig og varla stærri en 7,5
stig.
Niðurstöður þessara vangaveltna
má nú taka saman og búa til spá, sent
uppfyllir þau skilyrði sem nefnd voru í
upphafi þessarar greinar, og gæti hún
hljóðað svo; Meira en 80% líkur eru
til þess að á næstu 25 árunt gangi nteiri
háttar jarðskjálftar yfir Suðurlands-
undirlendi. Jarðskjálftarnir hefjast lík-
lega á austurhluta skjálftasvæðisins
með kipp að stærð 6,3—7,5, en á næstu
dögum, mánuðum eða árum færist
skjálftavirknin vestur á bóginn, urn
Skeið, Grímsnes, Flóa eða Ölfus.
Þetta er dæmigerð langtímaspá,
byggð á þeirri meginforsendu að jarð-
skjálftavirkni á Suðurlandi haldi áfram
með líkum hætti og verið hefur síðustu
aldirnar.
MÆLINGAR Á SUÐURLANDS-
UNDIRLENDI
í franthaldi langtímaspár er eðlilegt
að spurt sé, hvort hægt verði að gera
nákvæmari spá þegar nær dregur
skjálftunum, og ef til vill gefa út að-
vörun í tæka tíð. Við núverandi að-
stæður verðum við að svara því
neitandi, til þess höfum við hvorki
næga reynslu af skjálftum á Suður-
24