Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 36
Gr j ótlýj ur
„Ég skildi aö orð er á íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu.“
Einar Benediktsson
„Þegar ég tók upp á því að kalla
„Peles“ hár og „Pelestár“ „norna-
þræði“ og „nornatár“ í greinarkorni í
Náttúrufræðingnum (44. ár, 1974 bls
109-119) vissi ég ekki að yfir þetta
hafði íslenskt orð verið notað fyrir
tveim öldum. Nú rekst ég á það í hinni
nýju bók um Skaftárelda á bls. 297.
Þar er þess getið
„sem selsháralíking, sem hefur kom-
ið upp úr eldinum, sem um alla
jörð, sand og aur, eftir þeirri vind-
stöðu, sem ég fyrstur tók vara á,
suður á leið er ég sá það á Sandgýgj-
um fyrir austan Núpsvötnin, sam-
anhvirflað í smokkum af vindinum,
og flutti þar af einn með suður til
margra eftirsjónar, svo að flestir
brutu í því heilann hvað vera mundi,
landphysicus Jón Sveinsson kallar
það grjótlýjur, sem solverast
óbrunnið frá hraungrjótinu, og fýk-
ur síðan í loft upp með sandi og
svælu.“
Ekki er mér orðið „lýja“ tamt, en
kannast hins vegar vel við það notað
unt þunnt hár og fínar jurtarætur. í
minni sveit var það kallað „rofalýjur“,
sem sést í rofum þar sem uppblástur á
sér stað. Það eru rætur plantna sem
verða eftir, þegar moldin er fokin
burt. Þar sem melur (melgras) óx á
uppblásturssvæðum var rótum melsins
safnað og þær nefndar „saumtag“ og
notað í reiðinga (meljur) og einnig
sem þvögur við að hreinsa matarílát,
mjólkurtrog o. þ. h. Rofalýjur eru
rætur annarra plantna og ekki nothæf-
ar. Þær varð að varast, þegar saumtagi
var safnað. Óneitanlega finnst mér
skemmtilegt að vita að íslenskt orð
hafi verið notað um þessar myndanir
og getur nú hver sem vill valið milli
þess og tilbúningsins sent áður er
getið.
Jón Jónsson
Orkustofnun
Náttúrufræðingurinn 55(1). bls. 30. 1985
30