Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 39
þá hluti, sem unnt er að greina með berum augum. Ef við þekkjum hraða og staðsetningu venjulegs hlutar á til- teknu augnabliki, getum við síðan fundið hraða og staðsetningu hlutarins um alla ókomna framtíð. fsak New- ton, sem getið var í upphafi, sýndi fram á þetta fyrir 300 árum. AGNIR EÐA BYLGJUR? Nú er eðlilegt, að spurt sé, hvort það, sem sagt hefur verið um hraða og staðsetningu sýnilegra hluta, gildi um öreindir. Svarið er nei. Kenningar Newtons eru ekki nothæfar til lýsingar nema á tiltölulega þungum og stórum hlutum. Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart. Hlutfallið á milli stærðar at- óms og fótbolta er hið sama og hlut- fallið milli stærðar fótbolta og jarðkúl- unnar. Að óreyndu er engin ástæða til að ætla, að sömu lögmál gildi um hreyfingu mjög smárra hluta eins og atóma og sýnilegra hluta eins og fót- bolta. Hreyfingu lítilla hluta og þá einkum öreinda er lýst með kenningu, er nefnist skammtafræði og varð til á 3ja tug þessarar aldar. Verður nú farið nokkrum orðum um aðferð skammta- fræðinnar við lýsingu öreinda. í skammtafræði er sérhverri öreind tileinkuð bylgja. Hvað er átt við með bylgju? Ég geri ráð fyrir, að lesendur þekki ölduhreyfingu á vatnsfleti, hljóðbylgjur og jafnvel jarðskjálfta- bylgjur. Þessar bylgjur, sem við þekkj- um af beinni skynreynslu, eiga það sameiginlegt, að þær eru ölduhreyfing í einhvers konar burðarefni. I dæmun- um sem ég nefndi eru burðarefnin vatnið, andrúmsloftið og jarðskorpan. Öreindabylgjan er öðru vísi að því leyti, að hún er ekki ölduhreyfing í neinu tilteknu efni. Sýna má fram á, að sú tilgáta, að þessi ölduhreyfing sé gárur í einhverju efni, brýtur í bága við tilraunir. Öreindabylgjan er því ekki raunveruleg í sama skilningi og j arðskj álftaby lgj ur, heldur miklu fremur ímynd, sem við smíðum til skýringar á hegðun öreinda. Öreinda- bylgjan hefur samt flesta sömu eigin- leika og önnur ölduhreyfing. Ef tvær öreindabylgjur mætast, verður lá- deyða, þar sem öldudalur mætir öldu- toppi, en mætist tveir öldutoppar, magnast bylgjan á þeim stað. Auðvelt er að sýna fram á bylgjueiginleika ör- einda með tilraunum. Eitt þekktasta dæmið um þau not, sem hafa má af bylgjueðli öreinda er rafeindasmásjá- in. Hún er smíðuð eins og hver önnur smásjá nema í stað ljóss er notast við rafeindir, er geta haft öldulengd, sem er mun skemmri en öldulengd sýnilegs ljóss. Með rafeindasmásjánni má því greina miklu smærri hluti, því að smásjá getur ekki greint hluti, sem eru smærri en öldulengd þeirra bylgna, sem smásjáin notar. En hver eru tengsl öreindabylgjunn- ar við staðsetningu og hraða öreindar- innar? Bylgjan segir okkur m.a., hvar líklegast sé að finna öreindina. Þar sem öreindabylgjan rís hæst eða öldu- dalir eru dýpstir, þar er líklegast að öreindin finnist. M.ö.o. öreindabylgj- an segir einungis til um líkindi þess, að öreindin finnist á tilteknum stöðum. Á svipaðan hátt eru í öreindabylgjunni fólgnar upplýsingar um líkindi þess, að öreindin hafi tiltekinn hraða. Ef öreindabylgjan er þekkt á einhverju augnabliki, má nota uppskriftir skammtafræðinnar til að reikna út ölduhreyfinguna um alla framtíð. Ekki er nóg með, að eðlisfræðingar vilji lýsa öreind á svona skringilegan hátt, heldur halda þeir því líka fram, að allar hugsanlegar upplýsingar um hreyfingu öreindarinnar séu fólgnar í bylgjunni. Það er alltaf ákveðin óvissa í staðsetningu og hraða öreinda. Þessi óvissa stafar ekki af því, að ekki sé völ 33

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.