Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 49
Ritfregnir
ÍSLENSKIR FISKAR
Yfirtitill: Náttúra íslands
Gunnar Jónsson
Fjölvaútgáfan
Reykjavík, 1983, 519 bls.
Fyrir réttu ári kom út greiningarbók um
íslenska fiska eftir dr. Gunnar Jónsson,
fiskifræðing hjá Hafrannsóknastofnun.
Eins og segir í formála voru þá liðin 57 ár
frá því rit Bjarna Sænrundssonar, Fiskarn-
ir, kom út, en sú bók var endurprentuð lítt
breytt að meginefni með nokkrum
tegundaviðbótum árið 1957. Þrátt fyrir við-
bótina voru Fiskarnir fyrir löngu orðnir
algerlega ófullnægjandi heimild unr hér-
lenda fiskafánu. Þangað til nú var þó vart í
annað hús að venda fyrir almenning með
greiningu og upplýsingar um íslenska
fiska, ef frá er talin ágæt þýðing og staðfær-
ing Jóns Jónssonar á danskri bók, Fiskar
og fiskveiðar. Sú bók hefur þó sín takmörk
þar sem í henni er aðeins að finna myndir
og lýsingar af 160 algengum tegundum í N-
Atlantshafi. Þörfin fyrir nýja og endur-
skoðaða fiskabók var því orðin æði brýn og
var það reyndar orðið til vansa að ekki
skyldi vera til nýrra uppsláttarrit um það
sem þekkt er af uggakyni við landið.
Ástæðurnar fyrir því að ný fiskabók hef-
ur ekki litið dagsins ljós fyrr eru líklega
margar, en einfaldast væri að skýra þetta á
þann veg að slfk bók verður ekki hrist fram
úr erminni. Gunnar Jónsson sagði einhvers
staðar í viðtali, skömmu eftir útkomu
bókar sinnar, að hann hefði unnið að þessu
verki ásamt öðru í hart nær 10 ár.
í íslenskum Fiskum er fjallað um 231
tegund og hefur þá bæst við 71 tegund frá
því Bjarni skrifaði sína fiskabók. Þessi
mikla viðbót kemur m. a. til af því, að nú
er ekki lengur ntiðað við 400 m dýptarlín-
una heldur 200 sjómílur, þegar tilgreindir
eru íslenskir fiskar og sýnist þessi útfærsla
viðmiðunarmarka í liæsta rnáta eðlileg.
Margar af þeim tegundum sem bæst hafa í
fánuna eru nrjög sjaldgæfar og smávaxnar
að auki, og fara fram hjá öðrum en athug-
ulum augum. Þær hafa smám saman verið
að koma í leitirnar með tilkomu fleiri og
viðameiri rannsóknarleiðangra og veiða á
dýpra vatni. Upplýsingar um þessar nýju
tegundir hafa vart legið á glámbekk og víst
er að greining og vinna við slíka fiska er
mikil og seinleg. Það getur tekið nrörg ár
áður en vísindamaðurinn setur fram á
prent lýsingu á nýrri tegund sem fundist
hefur við landið. Gunnar Jónsson hefur
unnið stórvirki með því að koma öllum
upplýsingum heim og saman í eina bók svo
nú liggur á borðinu lýsing og tegundaskrá
yfir íslenska fiska sem vart mun taka stór-
vægilegum breytingum hvað tegundafjölda
varðar í náinni framtíð.
Eins og höfundur segir í skýringarfor-
mála er bókinni fyrst og fremst ætlað að
vera tegundalýsing. Væntanlega er því
nrinni áhersla lögð á aðrar upplýsingar.
Eftir stendur samt sú staðreynd að þessi
upplýsingaatriði um lifnaðarhætti, hrygn-
ingu, útbreiðslu o. fl., eru iðulega það eina
sem menn hafa úr að moða, þegar fræðast
skal meira um fiskinn heldur en um nafnið
eitt.
Ógerningur er að bregða bók sem þess-
ari í fljótheitum undir mælistiku áreiðan-
leika og gæða upplýsingaatriða. Ég rakst á
örfáa staði þar sem eitthvað sýnist hafa
skolast til svo úr verða missagnir. Ekki er
þetta þó stórvægilegt og ætíð erfitt að girða
fyrir allt slíkt í svo miklu upplýsingaflóði.
Ekki er höfundi þó annað ætlandi, en að
hann liafi fram sett það sem hann veit
sannast og réttast um hvert efni. Hitt er
svo víst að smám saman mun þekkingunni
fleyta fram og með tímanum mun margt
þykja vansagt í fræðum þessum og á ég þá
sérstaklega við hinar almennu upplýsingar
um tegundir sem ekki eru nytjafiskar. Það
er staðreynd, að rnikið verk er enn óunnið
Náttúrufræðingurinn 55(1), bls. 43-48, 1985
43