Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 50
hvað varðar rannsóknir á útbreiðslu, lífs-
háttum og líffræði flestra tegunda hér við
land sem ekki eru nýttar. Gildir þetta ekki
síður fyrir hinar algengari tegundir sem
hinar óalgengari. Þessi staðreynd mun
Gunnari Jónssyni ntanna ljósust og síst við
hann að sakast í þessum efnum þar sem
hann hefur unnið mjög mikið við að fylla
upp í áðurnefndar þekkingareyður.
Á þetta hlýtur þó að vera minnt við
útkomu nýrrar fiskabókar, þar sem tak-
ntörk núverandi þekkingar koma hér ber-
lega í ljós. Nokkuð oft getur að líta upplýs-
ingar eins og þessar: „Um hrygningu er
lítið vitað . . „Hrygning fer sennilega
fram seinnipart vetrar . . og annað í
þeim dúr. j skorti á öðru betra verður
höfundur stundum að taka upp gantlar og
ónákvæmar upplýsingar eða ágiskanir.
Gunnar verður þó ekki vændur um að
hann geri ekki hvað hann getur til þess að
bæta hér úr. Hann leitar títt á vit erlendra
höfunda, en þar er þó stundum komið að
tómum kofa, eða þá að upplýsingarnar
eiga ekki við hér við land.
Eins og öðrum slíkum nútíma uppslátt-
arritum fylgir bókinni greiningarlykill, vel
og aðgengilega unninn og er af honum
mikið gagn og hægðarauki. Greiningarlyk-
illinn er um leið ættartala fiskanna, þar
sem hverju kvikindi er upp raðað í sinn
flokk og sína ætt. Almenningi hættir til að
fælast frá þegar minnst er á flokkunar-
fræði, en þegar útlitsdráttarmynd hefur
verið teiknuð af hverri ætt, verður efnið
miklu aðgengilegra en ella. Á höfundur
hrós skilið fyrir að leiða menn svo skil-
merkilega af stað í átt að innviðunt bókar-
innar.
Mikill kostur er að hafa erlend nöfn
fiskanna sett upp eftir tungum og staf-
rófsröð aftast í bókinni. Höfundur segist
hafa farið varlega í að rifja upp íslensk
aukaheiti á fiskunum, en mörg þeirra
stinga samt í augu sem hálfgerðir forngrip-
ir eða „staðbundin" skringilegheit. Sýnist
mér að betur hefði farið á að sleppa þess-
um aukanöfnum nær alveg, eða ritstýra
þessum lista mun betur.
Hvað varðar lýsingu á fiskunum, þá fet-
ar höfundur troðnar slóðir, en allt er hér
greinilegar og aðgengilegar upp sett heldur
en í gömlu Fiskabókinni. Slíkar lýsingar
ásamt með greiningarlyklununt eru að
sjálfsögðu meginkjarni í bók sem þessari
og virðist mér vel hafa til tekist. Gaman er
að sjá algengar, en erfiðar ættir eins og
laxsíldaætt og mjóraætt nú loks brotnar
kyrfilega til mergjar og útlagðar á aðgengi-
legan og greinargóðan hátt. Þessir fiskar
hafa lengi verið vandræðabörn íslenskra
fiskifræðinga, en ættu nú að vera auðveld-
ari viðfangs. í bókinni er útbreiðsla fisk-
anna í N-Atlantshafi dyggilega tíunduð, en
oft vikið að útbreiðslunni hér við land í
mjög stuttu máli og með almennu orða-
lagi. Það er staðreynd sem almenningi er
varla ljós, að margar tegundir hér við land
eru mjög bundnar við landshluta eða svæði
og grundvallast þessi mismunandi út-
breiðsla mikið á því hvort um er að ræða
hlý- eða kaldsjávartegund. í íslenskri fiska-
bók sýnist orðið brýnt að gera þessari mis-
munandi útbreiðslu nánari skil. Enn á eftir
að vinna á kerfisbundinn hátt úr gögnum
um útbreiðslu margra fiska hér við land.
Höfundur kýs eðlilega að kveða ekki mjög
sterkt að orði í þessum efnum svo ekkert
sé missagt í fræðunum.
Undir titlinum nytsemi eru m. a. settar
fram aflatölur helstu nytjafiska. Slíkt er
venja í mörgum slíkum bókum og gefur
mönnum hugmynd um mikilvægi tegund-
anna. Höfundur vill auðsæilega forðast
töflur; telur þær líklega fæla lesandann frá
eða fara illa með textann. Slíkt er auðvitað
sjónarmið út af fyrir sig, en mikilvægi þess
hlýtur að fara minnkandi á móti ólæsileika
talnaflóðs innan um samtengjandi
setningabrot upp á allt að hálfri síðu, eins
og aflatölur þorsks. Hér færi betur að
skera niður talnasúpuna eða nota töflur
eða línurit. Þá er tekið fram ef fiskur er
talinn mikilvægur í fæðukeðjunni eða fyrir
önnur dýr eða fiska, þó hann sé ekki nýtt-
ur. Oft er lítið um þetta vitað og færi þá
betur að sleppa nytsemisdálkinum alveg,
eins og reyndar oft er gert. Stundum er
þessum dálki þó stillt upp með innantóm-
um upplýsingum svo textinn verður vand-
ræðalegur. Víst hefði bókin orðið fallegri
og líflegri með litmyndum, en rétt má vera
að skýrleikinn hefði ekki aukist eins og
höfundur heldur fram. Tegundamyndirnar
44