Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 51
eru annars flestar ágætar, þó stöku myndir séu í einfaldasta lagi. Undirrituðum er kunnugt um að bókarhöfundur lagði sig í líma við að útvega tegundamyndir í bókina og hefur það sjálfsagt ekki alltaf verið létt verk þegar sjaldgæfar tegundir eiga í hlut. Á bls. 286 hefur slæðst einhver kjaftfrunsa á móruna sem lítur út eins og stór blaðra, en á þar ekki heima. Að lokum skal minnst á aðrar myndir en tegundamyndirnar, sem eru að mínum dómi stærsti agnúinn á annars ágætri bók. Helst lítur út fyrir að myndum þessum hafi hálfvegis verið hent inn í bókina í flýti við lokavinnslu og á útgáfan þar sjálfsagt meiri sök en höfundur. Má segja að honum sé nánast gerð vanvirða með því að stilla upp svo flausturslegu efni við hliðina á öðru sem tekið hefur áraraðir að vinna. Tölu- vert er af ljósmyndum í bókinni sem sýnast frekar vera uppfyllingarefni rnilli kafla, heldur en að þeim sé ætlað að gefa bókinni aukið gildi. Obbinn af þessum myndum er af fiskveiðum og eru þær bæði handahófs- lega valdar og gæði þeirra takmörkuð eða léleg. Þá eru nokkrar myndir af fiskurn einum sér, sumar afleitar eins og myndin af þorskinunt á bls. 242. Teikningar og myndir af líffærum og kort af göngum og hrygningarslóðum eiga vissulega erindi í bókina og gefa henni aukið gildi. Gæði þessa efnis eru samt nokkuð misjöfn. Hið eiginlega efni bókar- innar hefst með mynd af innyflum þorsks. Þessi teikning er orðin æði gamalþreytt. Ég man eftir henni í gömlu dýrafræðinni ntinni í barnaskóla og hún er í Fiskum Bjarna Sæntundssonar; ku víst vera dönsk nítjándualdarframleiðsla. Ætli við fslend- ingar fáum aldrei að sjá nýrri og betri ntynd af kviðarholi fisks. Þorskurinn sá arna á myndinni er annars teiknaður með svartri rák í stað ljósrar og hefur ntönnum víst ekki þótt saka í öll þessi ár. I bók Gunnars hefur orðið sú prentvilla í mynda- textanum að hrognasekkurinn (hrognin) er merkt u eins og þvagblaðran, svo fákunn- andi lesandi veit ekki hvað er hvað. Gaml- ar myndir af kynfærum tindabykkju úr Ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar eru listaverk út af fyrir sig, en lesendum þessarar bókar til lítils gagns þrátt fyrir skýringartexta upp á hálfa blaðsíðu, þar sem merkingar vantar við hina ýmsu líffærahluta. Kort yfir hrygningarsvæði og göngur ým- issa nytjafiska svo sem síldar, loðnu, þorsks o. fl. segja fleira en mörg orð og er af þeirn tvímælalaus akkur. Þó má að því finna, að þessi kort eru auðsæilega hirt úr ýmsum áttum og tekin upp óbreytt þannig að þau eru ekki samræmd innbyrðis. Um göngukort nokkurra tegunda svo sent steinbíts og skarkola á bls. 354 og 447 má segja að þar koma að mestu fram endur- heimtur einstakra fiska og eru ferðalög þeirra í sumurn tilfellum rniklu fremur und- antekning en regla. Það kemur fram í texta að um endurheimtur stöku fiska sé að ræða, en fáfróður lesandi gæti ályktað af myndunum, að skarkoli t. d. gengi reglu- lega í Hvítahafið frá íslandi. Það er siður sumra ritdómara að tíunda hverja prent- og kommuvillu sem þeir reka augun í. Oft er ekki við höfunda að sakast um slíkt og óþarfi á að minnast nema úr hófi keyri. Ekki virðist bókin alveg laus við þessa ágalla frekar en flestar aðrar, en við fljótlega yfirferð sá ég fátt af slíku. Um íslenskun á erlendum staðarnöfnum í bókinni má segja að hún sé í hæsta máta sérviskuleg og í einstaka tilfellum beinlínis ruglandi. Við umfjöllun urn nýja fiskabók þótti mér við hæfi að skyggnast yfir sviðið í heild og benda m. a. á að rnargt er enn ógert í sambandi við rannsóknir á íslensku fiska- ri'ki, þótt ekki verði bókarhöfundi lagt það til lasts, nema síður sé. í umsögn sem þessari vill það og verða svo að tiltínsla á því sem betur er talið hafa mátt fara fær meira rúm en hitt sem vel er gert. Slíkt er eðli ritdóma og haggar ekki þeirri stað- reynd að hér hefur verið skrifuð mjög þarf- leg og góð bók, sent eflaust á eftir að verða biblía lærðra sem leikra í þessunt efnum um ókomin ár. Gunnar Jónsson á þakkir skyldar fyrir það eljuverk sent það er að gera slíka bók að veruleika. Hjá þjóð sem byggir nær alla afkomu sína á fiski, ætti bók sem þessi að vera til á hverju heimili, að ekki sé talað um í hverju fiskiskipi. Einar Jónsson 45

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.