Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 52
SELIR OG HRINGORMAR
Sigrún Helgadóttir, Stefán Bergmann og
Ævar Petersen.
Landvernd. Reykjavík 1985. 101 bls.,
fjölrit.
Lítið hefur verið gert af því að geta um
útgáfur fjölrita hér á síðum Náttúru-
fræðingsins, en á síðustu árum hefur það
mjög færst í vöxt hér á landi að koma
upplýsingum á framfæri á þann hátt. Fjöl-
rit eru venjulega hugsuð sem fljótleg að-
ferð til þess að dreifa upplýsingum, en þau
hafa þann galla að útbreiðslan er oftast
takmörkuð. Ýmsar undirstöðuupplýsingar
um íslenska náttúrufræði eru eingöngu
handbærar sem fjölrit og á það m.a. við
um flest það sem unnið hefur verið í líf-
fræði sela og hringorma hér við land.
Því miður hafa upplýsingar þessar verið
fremur óaðgengilegar vegna takmarkaðrar
dreifingar og hefur ekki bætt úr skák að
farið hefur verið með sum gögn svokall-
aðrar Hringormanefndar með álíka leynd
og ríkisleyndarmál. Á hinn bóginn hefur
almenningur verið fóðraður í fjölmiðlum á
villandi upplýsingum um skaðsemi sela.
Svo virðist sem hringormanefnd hafi á fá-
einum árum tekist með vísvitandi blekk-
ingum að telja öllum þorra almennings á
íslandi trú um að aðgerðir hennar gegn
selum séu nauðsynlegar til þess að draga úr
kostnaði við hreinsun hringorma úr fiski.
Til starfsemi sinnar hefur nefndina ekki
skort fé, enda virðast nefndarmenn hafa
notið aðstöðu sinnar innan einokunarkerf-
is fiskútflytjenda. Nefndinni hefur tekist á
einhvern hátt að afla sér fylgis ráðamanna,
og þrír sjávarútvegsráðherrar hafa stutt
starfsemi hennar, þrátt fyrir hógvær mót-
mæli vísindamanna og náttúruverndar-
aðila.
Rit Sigrúnar Helgadóttur, Stefáns Berg-
manns og Ævars Petersens um seli og
hringorma verður að flokkast undir hóg-
vær mótmæli, þar er ekkert ofsagt um
Hringormanefnd. Satt að segja varð ég
hissa hversu höfundum tekst að sitja á sér
þegar vinnubrögðum nefndarinnar er lýst.
Ýmsir hefðu freistast til þess að nota stærri
orð, t.d. mætti skilgreina sumt af verkum
nefndarinnar sem hjáfræði, stefna nefnd-
arinnar einkennist af tegundahatri og sýnir
alltof margar hliðstæður við skipulegt kyn-
þáttahatur, aðferðir nefndarinnar við að
ná málum sínum fram bera vott um sið-
blindu.
Rit þeirra Sigrúnar og félaga skiptist í
fjóra höfuðkafla. í fyrsta lagi er tekinn
saman almennur fróðleikur um seli og
hringorma. Greint er frá íslenskum selum
og lifnaðarháttum þeirra, selveiðum (sjá
einnig rit Lúðvíks Kristjánssonar, íslenskir
sjávarhættir I, Reykjavík 1980) og ýmsum
þáttum er varða nýtingu og samskipti við
manninn. Ennfremur er greint frá hring-
ormum og nokkuð rætt um þráðorma al-
mennt og sníkjudýrafræði. Sá hluti hefði
að skaðlausu mátt vera fyllri. Til fróðleiks
má geta þess að hringormategundirnar eru
aðallega tvær, stóri hringormur (Phoca-
nema decipiens) og litli hringormur (Anis-
akis simplex). Selir eru lokahýslar þess
fyrrnefnda en hvalir hins síðarnefnda.
Starfsemi hringormanefndar hefur þó fyrst
og fremst snúist um Phocanema, enda er
það einkum sú tegund sem er til skaða í
fiskvinnslu. Pað segir sína sögu um hring-
ormanefnd að hún gerði tilraun til þess að
festa nýnefnið selormur (sem er bein þýð-
ing á Phocanema) og kallaði þá sjálfa sig
jafnframt selormanefnd á tímabili.
f öðru lagi er hér að finna sögulegt yfirlit
um sela- og hringormarannsóknir á ís-
landi, en þessar rannsóknir jukust veru-
lega snemma á síðasta áratug. Á árunum
1974-1978 starfaði nefnd á vegum sjávar-
útvegsráðuneytisins að athugunum á sel-
astofnum við ísland og nýtingu þeirra. f
nefndinni áttu sæti fulltrúar hagsmuna-
aðila í fiskvinnslu og landbúnaði, svo og
fulltrúi Náttúruverndarráðs. Var það sá er
þetta ritar og var hann jafnframt eini
nefndarmaðurinn sem sérfróður var um
dýrastofna og nýtingu þeirra. Nefnd þessi
skilaði áliti 1978 og lagði ítarlegar tillögur
fyrir ráðherra um frekari rannsóknir á sel-
um. Þar segirm.a. „Hafrannsóknastofnun-
inni, Líffræðistofnun háskólans eða ann-
arri opinberri vísindastofnun, sem annast
líffræðilegar og vistfræðilegar rannsóknir,
46