Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 6
Lengd þorsks (cm)
2. mynd. Meðalfæðunám (% þyngd fæðu)
þorsks eftir lengd (cm) 1980-81. - The
average composition of the food of cod
Gadus morhua morhua (L.) (weight per-
centages) in relation to predator length
(cm) in 1980-81.
oidea), eða ljósáta. Fjöldi dýra og
heildarþungi (votvigt) af hverri tegund
eða hópi bráðar var síðan ákvarðaður
fyrir hvert sýni.
Þessar grunnupplýsingar voru síðan
vegnar með tilliti til fjölda fiska að
baki hverju sýni. Þannig er vægi upp-
lýsinga úr 10 mögum, sem teknir eru
úr hópi 100 fiska tvisvar sinnum meira
en vægi jafnmargra maga úr hópi 50
fiska.
Niðurstöður eru settar fram sem
hlutdeild (%) hvers fæðuhóps í
heildarþyngd fæðu í tilteknum lengd-
arflokki (fæðunám) og sem meðal-
heildarþyngd fæðu í maga (grömm) í
hverjum lengdarflokki, án tillits til ein-
stakra fæðutegunda eða hópa (fæðu-
magn).
FÆÐA ÞORSKS
Fœðunám
Fæðunám þorsks er sýnt á 2. mynd.
Byggt er á gögnum áranna 1980-1981
og lýsir myndin því meðalfæðunámi
þess tímabils, en e. t.v. má einnig telja
þetta marktækt fyrir lengra tímabil.
Megineinkennið í fæðunámi þorsks-
ins er það hversu loðnan er yfirgnæf-
andi hlutur þess og vex hlutur loðn-
unnar að mestu samfellt með vaxandi
lengd þorsksins. Loðnan nær hámarks-
hlutdeild við 70—80 cm lengd þorsks,
en minnkar samfellt eftir það. Sé litið
á flatarmál loðnuhlutdeildar sem mæli-
kvarða á mikilvægi hennar fyrir þorsk-
stofninn í heild, kemur í ljós að hlutur
loðnu er um 30% af heildarfæðunni,
samkvæmt 2. mynd. Sá hluti þorsk-
stofnsins, sem mest er háður loðnu,
þ. e. 50-90 cm fiskur, er jafnframt
stærsti hluti stofnsins og vægi hans því
mest í heildarfæðunáminu. Því má
ætla að fæðunám þorsks á loðnu nemi
35—40% af heildarfæðunáminu, og er
það margfalt hærra en hlutfall annarra
fæðutegunda.
Annað megineinkenni í fæðunámi
þorsks er ört vaxandi hlutdeild fisk-
bráðar með vaxandi lengd þorsksins,
samfara ört minnkandi hiutdeild svif-
lægra og botnlægra hryggleysingja.
Hjá minnsta þorskinum er fiskbráð
104