Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 12
10 15 20 25 30 40 50 60 70 80 Lengd ýsu (cm) 8. mynd. Meðalfæðunám ýsu eftir lengd 1980—81. — The average composilion of the food of haddock Melanogrammus aeg- lefinus (L.) in relation to predator length in 1980-81. ember heldur en í mars-júlí. Líkurnar fyrir því að sá munur stafi af tilviljun, eru mjög litlar, eða um 2%.Pví má álykta að yfirgnæfandi líkur séu fyrir því að sjálfrán hjá þorski sé í raun meira á haustin en á öðrum árstímum. Hér er aðallega um aldursflokka 0, I, og II að ræða, sem eru rúmlega 80% af bráðinni (7. mynd). FÆÐA ÝSU Fæðunám ýsu, samkvæmt gögnum frá árunum 1980 og 1981, er sýnt á 8. mynd. Loðna og önnur sunddýr eru óverulegur hluti fæðunnar nema hjá stærstu ýsunni. Meginhluti fæðunnar í flestum lengdarflokkum eru botndýr af ýmsu tagi. Mest ber á burstaormum, sem eru um 20-40% fæðunnar í flestum lengdarflokkum. Slöngustjörnur og önnur skrápdýr eru einnig mjög mikil- væg bráð. Hlutur þeirra vex jafnt og þétt með vaxandi lengd ýsunnar og er um 40% hjá þeim stærstu. Af öðrum botndýrum má nefna marflær, stór- krabba, kúmaseur (Cumacea), kuð- ungakrabba (Eupagurus spp.) og sam- lokur. Rækjur eru mjög takmarkaður hluti fæðunnar. Ýsan er því fyrst og fremst botndýraæta, en virðist þó mjög háð dýrasvifi fyrst á uppvaxtarskeiðinu. Ennfremur étur hún stundum fiska, t. d. loðnu, í miklu magni, sér í lagi stærri ýsan (Ólafur K. Pálsson 1983). FÆÐA UFSA Fæða ufsa einkennist af þremur fæðuhópum (9. mynd). Ljósáta er yfir- gnæfandi hjá uppvaxandi og allt upp í meðalstóran ufsa (70 cm að lengd). Með vaxandi lengd ufsans verður loðna þó stöðugt mikilvægari og er yfirgnæfandi í fæðu 70-100 cm ufsa. Smokkfiskur er hins vegar mikil- vægasta fæða stærsta ufsans. 110

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.