Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 13
Fjóldi mago
9. mynd. Meðalfæðunám ufsa eftir lengd
1980—81. — The average composition of
the food of saithe Pollachius virens (L.) in
relation to predator length in 1980-81.
Sú mynd, sem hér er sýnd af fæðu
ufsans er e. t. v. of einföld vegna tak-
markaðra gagna. Eigi að síður gefa
niðurstöðurnar vísbendingu um að ufs-
inn sé fyrst og fremst uppsjávarfiskur,
enda þótt hann sé aðallega veiddur í
botnvörpu.
FÆÐA STEINBÍTS
Botndýr eru yfirgnæfandi í fæðu
steinbíts í nánast öllum lengdarflokk-
um (10. mynd). Slöngustjörnur eru
greinilega langmikilvægasta fæðan,
einkum hjá smáfiskinum, en þar er
hlutdeildin allt að 70%. Nokkrir fæðu-
hópar botndýra eru sambærilegir í
fæðunámi steinbíts, þ. e. sniglar, sam-
lokur, kuðungakrabbar, stórkrabbar
og ígulker (Echinoidea). Hlutdeild
fiska og rækju er nokkur í fæðu stærsta
steinbítsins, en þó inismikil eftir árs-
tíma og árum (Ólafur K. Pálsson
1983). Þau botndýr, sem steinbítur
étur helst má öll kalla fremur hörð
undir tönn, og hefur steinbíturinn
greinilega sérhæft sig í samanburði við
aðra botnfiska, sem hér er fjallað um.
FÆÐA KARFA
Ljósáta er kjörfæða karfa og er hlut-
deild hennar á bilinu 40-60% í flest-
um lengdarflokkum (11. mynd).
Krabbaflær, einkum rauðáta (Calanus
finmarchicus Gunnerus), pólsævaráta
(C. hyperboreus Kröyer) og Para-
chaeta eru einnig mikilvæg fæða, sér í
lagi hjá ungviðinu. Af öðrum svifdýr-
um má nefna pílorma (Sagitta spp.),
sem eru nokkuð stöðugur hluti fæð-
unnar í flestum lengdarflokkum.
Hlutur fiska er nánast enginn hjá
smæsta karfanum, en allt að 20% hjá
þeim stærsta. Hlutdeild rækju og botn-
dýra í fæðu karfa er óveruleg.
Á heildina litið er vægi dýrasvifs í
fæðu karfa ótvírætt, enda nemur hlut-
deild þess 77—99% eftir lengdarflokk-
um. Þar sem ætla verður að fæðunám-
ið 8ed mjög ákveðnar vísbendingar
um lifnaðarhætti fiska almennt, má
telja karfa til uppsjávarfiska. Venja er
þó að telja hann til botnfiska enda
veiðist hann eingöngu í botnvörpu hér
við land.
111